Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   þri 28. apríl 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Jón Kristjánsson: Markmiðið að afsanna þessa spá
Jón Aðalsteinn ætlar að blása á hrakspár í sumar.
Jón Aðalsteinn ætlar að blása á hrakspár í sumar.
Mynd: Getty Images
Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari KF, segir að það komi á óvart að liðinu sé spáð tólfta og neðsta sæti í 2. deildinni í sumar í spá þjálfara og fyrirliða.

„Já, hún gerir það," sagði Jón aðspurður hvort að spáin komi honum á óvart. „Markmiðin eru klár og það er að afsanna þessa spá."

Jón tók við þjálfun KF síðastliðið haust en miklar breytingar hafa orðið á liðinu frá síðasta tímabili. Jón segir að það hafi gengið vel að komast inn í nýtt starf í Fjallabyggð.

„Það hefur gengið fínt, erum með frekar ungan og óreyndan hóp sem er viljugur til að læra og bæta sig."

„Samgöngur hafa aðeins verið að stríða okkur sem öðrum, en annars er þetta bara spennandi."


Jón segir ekki ljóst hvort að KF muni styrkja leikmannahóp sinn frekar áður en keppni hefst í 2. deild þann 9. maí. „Það er erfitt að búast við einhverju en við sjáum hvað setur samt," sagði Jón.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner