Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 28. maí 2016 07:00
Elvar Geir Magnússon
Hodgson: Rashford gaf mér svörin sem ég leitaði eftir
Rashford í landsleiknum í gær.
Rashford í landsleiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Það gengur allt upp hjá hinum 18 ára Marcus Rashford sem skotist hefur upp stjörnuhimininn. Í gær skoraði hann í sínum fyrsta landsleik þegar hann kom Englandi yfir gegn Ástralíu í vináttulandsleik á þriðju mínútu leiksins.

Rashford var valinn maður leiksins en þessi ungi sóknarmaður Manchester United berst fyrir því að komast í lokahóp Englands fyrir Evrópumótið.

„Þetta var stórkostlegt, ég samgleðst honum. Þvílík frumraun með landsliðinu. Þið spurðuð hvort hann væri tilbúinn að höndla þessar aðstæður og ég held að hann hafi gefið ykkur svarið já!" sagði Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands.

Fer Rashford með á EM?

„Bíðum og sjáum. Ég mun á þriðjudag opinbera lokahópinn. Við notuðum tvö kerfi í þessum leik. Það sem við notuðum í seinni hálfleik virkaði betur. Við vildum sjá Rashford á hægri kantinum líka og hann gaf þau svör sem ég vildi fá."

„Ég er hæstánægður með að hann hafi fengið þetta hrós. Ég er líka ánægður með að sú ákvörðun mín að henda honum inn í liðið reyndist ekki fáránleg. Það sást strax í upphafi leiks. Hann sýndi að hann getur aðstoðað okkur ef hann er valinn."

England vann leikinn í gær 2-1 en Wayne Rooney skoraði seinna mark liðsins. Hodgson mun skera hóp sinn niður um þrjá leikmenn fyrir EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner