Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 30. maí 2015 18:45
Hafliði Breiðfjörð
Theo Walcott: Næsta takmark að vinna úrvalsdeildina
Walcott fagnar á Wembley í dag.
Walcott fagnar á Wembley í dag.
Mynd: Getty Images
„Þetta var ótrúlegt!" sagði Theo Walcott sem skoraði fyrsta mark Arsenal í 4-0 sigri á Aston Villa í úrslitaleik enska FA bikarsins í dag.

„Hver einasti sigur er frábær en hvernig við gerðum þetta í dag var gott. Við héldum hreinu og við vissum að ef við gerðum það þá myndum við skora mörk og vinna leikinn."

„Ég vil þakka stjóranum fyrir að velja mig og hafa trú á mér og vonandi hef ég endurgoldið honum þetta. Ég saknaði alls þessa í fyrra. Að vera hluti af þessu í ár er algjör draumur. Fjölskyldan mín er hérna og ég hef lagt svo mikið á mig, eins og allir aðrir til að gera þetta. Ég vil þakka sjúkraþjálfurunum og öllum sem hugsuðu vel um mig. Þetta er fyrir þá."

„Við þurfum bara að byrja vel í úrvalsdeildinni á næsta ári. Þetta er einn af bestu hópum sem við höfum haft hjá Arsenal svo við ættum að ná enn meiri árangri. En þetta eru tveir FA bikarar núna svo úrvalsdeildin verður að vera næsta takmark."

Athugasemdir
banner
banner