Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 30. október 2014 12:05
Magnús Már Einarsson
Jói Kalli og Ingimundur í Fylki (Staðfest)
Frá undirskriftinni í dag.
Frá undirskriftinni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jóhannes Karl Guðjónsson og Ingimundur Níels Óskarsson hafa gengið til liðs við Fylki.

Þeir skrifuðu báðir undir samning við félagið á fréttamannafundi í Fylkisheimilinu nú í hádeginu. Jóhannes til eins árs en Ingimundur til þriggja ára.

Ingimundur Níels þekkir vel til hjá Fylki en hann spilaði í Árbænum frá 2008 til ársins 2012 þegar hann gekk í raðir FH.

Ljóst varð í síðustu viku að Ingimudur myndi fara frá FH og kantmaðurinn hefur síðan þá rætt við Fylki, Víking, Val og uppeldisfélag sitt Fjölni.

Jóhannes Karl kemur frá Fram en þessi 34 ára gamli leikmaður hefur átt í viðræðum við Fylki að undanförnu. Hann hafnaði á dögunum tilboði um að taka við sem þjálfari Gróttu.

Vinstri bakvörðurinn Tómas Joð Þorsteinsson skrifaði einnig undir nýjan tveggja ára samning við Fylki í hádeginu en Víkingur hafði sýnt honum áhuga.

„Knattspyrnudeild Fylkir lýsir yfir mikilli ánægju með þessa samninga og væntir mikils af þessum leikmönnum enda ljóst að þeir munu styrkja leikmannahópinn verulega,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Viðtöl koma hingað á Fótbolta.net á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner