Undankeppni EM U21
Ísland U21

LL
1
2
2

Besta-deild kvenna
Breiðablik

LL
2
1
1

Lengjudeild kvenna
Grótta

LL
3
0
0

Besta-deild kvenna
Tindastóll

LL
1
0
0

Besta-deild kvenna
Víkingur R.

LL
3
2
2

Lengjudeild kvenna
Grind/Njarð

LL
4
1
1


Ísland
0
0
Aserbaídsjan

05.09.2025 - 18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Dómari: Sander van der Eijk (Holland)
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Dómari: Sander van der Eijk (Holland)
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Völlurinn frábær
Þetta verður fyrsti leikur karlalandsliðsins á nýjum Laugardalsvelli, en nýtt hybrid-gervigras var lagt fyrr á árinu.
„Hann er bara geggjaður. Maður hefur ekki séð Laugardalsvöllinn svona áður, en það verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður," segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson.
„Hann er bara geggjaður. Maður hefur ekki séð Laugardalsvöllinn svona áður, en það verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður," segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson.
03.09.2025 18:57
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Fyrir leik
Verðum bara að vinna þennan leik
„Mér lýst mjög vel á þetta, toppaðstæður og það er mikil tilhlökkun í hópnum og við ætlum bara að vinna þennan leik," segir Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður.
„Það er bara nokkuð augljóst að við ætlum að gerast eitthvað í þessum riðli og þá verðum við bara að vinna þennan leik."
Má búast við því að Aserar muni liggja til baka?
„Örugglega fyrirfram þá mætti búast við því en svo veit maður aldrei hvernig mómentið er í leiknum getur breyst og örugglega á einhverjum tímapunkti þá liggjum við til baka en við gerum ráð fyrir að vera meira með boltann en þeir."
„Það er bara nokkuð augljóst að við ætlum að gerast eitthvað í þessum riðli og þá verðum við bara að vinna þennan leik."
Má búast við því að Aserar muni liggja til baka?
„Örugglega fyrirfram þá mætti búast við því en svo veit maður aldrei hvernig mómentið er í leiknum getur breyst og örugglega á einhverjum tímapunkti þá liggjum við til baka en við gerum ráð fyrir að vera meira með boltann en þeir."
03.09.2025 16:00
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Fyrir leik
Fyrir leik
Nýliðarnir tveir
Daníel Tristan Guðjohnsen og Gísli Gottskálk Þórðarson eru nýliðar í hópnum. Þeir spjölluðu báðir við Fótbolta.net í vikunni.
03.09.2025 14:55
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
02.09.2025 19:20
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Fyrir leik
Elías eða Hákon? Hvor verður í markinu?
Elías Rafn er í samkeppni við Hákon Rafn um markvarðarstöðuna.
„Ég og Hákon erum toppfélagar, svo kemur í ljós hver spilar. Það er ákvörðun sem er undir þjálfaranum komin," sagði Elías í viðtali við Fótbolti.net í vikunni.
Er samband ykkar Hákons aldrei skrýtið á köflum?
„Þetta er auðvitað öðruvísi, þetta er bara ein staða á vellinum. Við styðjum hvorn annan og erum góðir félagar utan vallar. Þetta er þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum.“
„Ég og Hákon erum toppfélagar, svo kemur í ljós hver spilar. Það er ákvörðun sem er undir þjálfaranum komin," sagði Elías í viðtali við Fótbolti.net í vikunni.
Er samband ykkar Hákons aldrei skrýtið á köflum?
„Þetta er auðvitað öðruvísi, þetta er bara ein staða á vellinum. Við styðjum hvorn annan og erum góðir félagar utan vallar. Þetta er þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum.“
04.09.2025 09:30
Tveir frábærir kostir en hvor þeirra verður í markinu?
02.09.2025 18:48
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Fyrir leik
Birkir Bjarna heiðraður fyrir leik
Birkir Bjarnason verður heiðraður fyrir leikinn en hann tilkynnti í vikunni að hann hefði lagt skóna á hilluna.
Birkir er leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, lék alls 113 leiki og skoraði 15 mörk. Hann var lykilmaður í gullaldarliði Íslands og lék fyrir Íslands hönd á bæði EM 2016 og HM 2018.

Birkir Bjarnason verður heiðraður fyrir leikinn en hann tilkynnti í vikunni að hann hefði lagt skóna á hilluna.
Birkir er leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, lék alls 113 leiki og skoraði 15 mörk. Hann var lykilmaður í gullaldarliði Íslands og lék fyrir Íslands hönd á bæði EM 2016 og HM 2018.
02.09.2025 21:30
Birkir Bjarnason heiðraður fyrir leikinn á föstudag
Fyrir leik
Vann EM með Ronaldo en mætir í Laugardalinn eftir tíu leiki án sigurs
Margir ættu að kannast við þjálfara Asera en það er Fernando Santos, fyrrum landsliðsþjálfari Portúgals.
Stærsta afrek Santos kom 2016 þegar hann stýrði portúgalska landsliðinu óvænt til sigurs á Evrópumótinu. Liðið, með Cristiano Ronaldo innanborðs, vann heimamenn í Frakklandi í úrslitaleiknum, eftir að hafa gert jafntefli gegn Íslandi í riðlakeppni mótsins.
Santos stýrði Portúgal til sigurs í Þjóðadeildinni 2019 en hann hefur einnig stýrt landsliðum Grikklands og Póllands auk ýmissa félagsliða.
Hann hefur stýrt Aserum í tíu leikjum síðan hann tók við liðinu sumarið 2024 en enginn þeirra hefur unnist. Liðið hefur gert markalaus jafntefli gegn Eistlandi og Lettlandi en tapað hinum leikjunum undir hans stjórn.
Aserbaídsjan er í 122. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í 74. sæti.

Margir ættu að kannast við þjálfara Asera en það er Fernando Santos, fyrrum landsliðsþjálfari Portúgals.
Stærsta afrek Santos kom 2016 þegar hann stýrði portúgalska landsliðinu óvænt til sigurs á Evrópumótinu. Liðið, með Cristiano Ronaldo innanborðs, vann heimamenn í Frakklandi í úrslitaleiknum, eftir að hafa gert jafntefli gegn Íslandi í riðlakeppni mótsins.
Santos stýrði Portúgal til sigurs í Þjóðadeildinni 2019 en hann hefur einnig stýrt landsliðum Grikklands og Póllands auk ýmissa félagsliða.
Hann hefur stýrt Aserum í tíu leikjum síðan hann tók við liðinu sumarið 2024 en enginn þeirra hefur unnist. Liðið hefur gert markalaus jafntefli gegn Eistlandi og Lettlandi en tapað hinum leikjunum undir hans stjórn.
Aserbaídsjan er í 122. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í 74. sæti.
Fyrir leik
Hollendingur með flautuna
Sander van der Eijk, 34 ára Hollendingur, verður með flautuna í kvöld Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari gæti kannast við Van der Eijk en hann dæmdi 4-0 sigurleik Omonoia gegn Víkingi í Sambandsdeildinni sem fram fór á Kýpur á síðasta ári.
Allt dómarateymið í kvöld frá Hollandi, þar á meðal VAR myndbandsdómararnir.
Ísland - Aserbaídsjan
Dómari: Sander van der Eijk, Holland
Aðstoðardómari 1: Rens Bluemink, Holland
Aðstoðardómari 2: Stefan de Groot, Holland
4ði dómari: Marc Nagtegaal, Holland
VAR dómari: Jeroen Manschot, Holland
Aðstoðar VAR dómari: Clay Ruperti, Holland

Sander van der Eijk, 34 ára Hollendingur, verður með flautuna í kvöld Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari gæti kannast við Van der Eijk en hann dæmdi 4-0 sigurleik Omonoia gegn Víkingi í Sambandsdeildinni sem fram fór á Kýpur á síðasta ári.
Allt dómarateymið í kvöld frá Hollandi, þar á meðal VAR myndbandsdómararnir.
Ísland - Aserbaídsjan
Dómari: Sander van der Eijk, Holland
Aðstoðardómari 1: Rens Bluemink, Holland
Aðstoðardómari 2: Stefan de Groot, Holland
4ði dómari: Marc Nagtegaal, Holland
VAR dómari: Jeroen Manschot, Holland
Aðstoðar VAR dómari: Clay Ruperti, Holland
Fyrir leik
Leiðin á HM hefst í kvöld
Það er komið að undankeppni HM 2026! Íslenska liðið mætir Aserum á Laugardalsvelli í kvöld og leikur síðan gegn Frökkum á Prinsavöllum í París á þriðjudag í næstu viku. Fjórða liðið í riðlinum er svo Úkraína.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur. Ísland setur stefnuna á annað sæti í riðlinum og lykilatriði í að ná því markmiði er að vinna Asera á heimavelli. Sigurliðið í riðlinum, sem allir búast við að verði Frakkland, fer beint á HM en liðið sem endar í öðru sæti kemst í umspil.

Það er komið að undankeppni HM 2026! Íslenska liðið mætir Aserum á Laugardalsvelli í kvöld og leikur síðan gegn Frökkum á Prinsavöllum í París á þriðjudag í næstu viku. Fjórða liðið í riðlinum er svo Úkraína.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur. Ísland setur stefnuna á annað sæti í riðlinum og lykilatriði í að ná því markmiði er að vinna Asera á heimavelli. Sigurliðið í riðlinum, sem allir búast við að verði Frakkland, fer beint á HM en liðið sem endar í öðru sæti kemst í umspil.
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: