
„Mér lýst mjög vel á þetta, toppaðstæður og það er mikil tilhlökkun í hópnum og við ætlum bara að vinna þennan leik á Föstudaginn." sagði Jón Dagur Þorsteinsson leikmaður Íslenska landsliðsins en Íslan mætir Azerbaijan í fyrsta leik Íslands í undankepponi HM en leikurinn fer fram hér heima á Laugardalsvelli á föstudaginn og hefst leikurinn klukkan 18:45
Leikurinn á Föstudaginn er gríðarlega mikilvægur og verður bara að vinnast ef liðið ætlar sér að eiga möguleika á að fara á HM og það er ekkert leyndarmál að liðið ætlar sér að vinna þennan leik.
„Það er bara nokkuð augljóst að við ætlum að gerast eitthvað í þessum riðli og þá verðum við bara að vinna þennan leik."
Hvernig andstæðing má búast við á Föstudaginn?
„Örugglega fyrirfram þá mætti búast við því en svo veit maður aldrei hvernig mómentið er í leiknum getur breyst og örugglega á einhvejrum tímapunkti þá liggjum við til baka en við gerum ráð fyrir að vera meira með boltann en þeir."
Jón Dagur Þorsteinsson vonast til að sjá sem flesta í Laugardalnum á Föstudaginn
„Ef veðrið helst svona þá væri gaman að sjá sem flesta en það veður bara að koma í ljós og kannski kemur það með því þegar við förum að ná í úrslit."
Nánar var rætt við Jón Dag í sjónvarpinu hér að ofan.