Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Viðtal við Magnús Má
Viðtal við Lárus Orra
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
banner
   mið 03. september 2025 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson ræddi við Fótbolta.net um leikina sem framundan eru í undankeppni heimsmeistaramótsins, en hann segist spenntur fyrir þessu verkefni og vonar að liðið geti tekið skrefið upp á við.

Ísland mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli á föstudag sem verður fyrsti leikur Íslands í undankeppninni og gríðarlega mikilvægt að byrja af krafti.

„Ég held að það sé eins mikilvægt og það gerist, að byrja undankeppnina vel. Við verðum að vinna, það er staðan.“

„Við eigum að vinna þá, sérstaklega hérna heima og ég held að allir séu á því markmiði og sömu blaðsíðu með það. Við erum búnir að undirbúa okkur mjög vel, og undirbúningurinn heldur áfram á morgun og svo er komið að þessu. Mikil tilhlökkun,“
sagði Guðlaugur Victor við Fótbolta.net.

Hvernig eru menn tilbúnir að kasta sér í djúpu laugina?

„Við erum allir búnir að vera lengi bæði hér og félagsliðum. Margir að spila á rosalega háu stigi, frábær hópur og góður balans á hópnum. Það er búið að vera mikil rótering þessa tvo glugga og Arnar sagði það alltaf að hann ætlaði að reyna mismunandi hluti, prufa menn og svo framvegis. Vonandi getum við sýnt að við erum búnir að taka skref upp á við í því sem hann vill. Þetta er búið að fara svolítið upp og ofan en við erum búnir að fókusera mikið á þá hluti sem við höfum gert vel og vonandi náum við að slípa því saman fyrir föstudaginn.“

Þetta verður fyrsti leikur karlalandsliðsins á nýjum Laugardalsvelli, en nýtt hybrid-gervigras var lagt fyrr á árinu.

„Hann er bara geggjaður. Maður hefur ekki séð Laugardalsvöllinn svona áður, en það verður alla vega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður.“

Guðlaugur Victor ítrekaði það að liðið þurfi lífsnauðsynlega að vinna leikinn á föstudag.

„Þetta er 'möst-win' leikur. Við erum með rosalega efnilegan og góðan hóp í að geta gert það sem þarf til að vinna þá og sérstaklega hérna heima. Ég vona bara að stemningin sé góð, völlurinn fullur og við getum sýnt alvöru frammistöðu,“ sagði hann ennfremur en í viðtalinu ræðir hann einnig um félagaskipti sín til Horsens og aðskilnaðinn frá Plymouth.
Athugasemdir
banner
banner