Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
   mið 03. september 2025 16:31
Haraldur Örn Haraldsson
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen er nýgenginn til liðs við Blackburn á Englandi. Hann er með íslenska landsliðshópnum fyrir leik liðsins gegn Aserbaídjsan og var spurður um félagaskiptin.

„Þetta er hrikalaga spennandi. Ég átti nokkur spjöll við þjálfarann og yfirmann íþróttamála og mér lýst bara mjög vel á þetta, þetta var eitthvað sem ég var mjög til í að hoppa á. Þetta er náttúrulega skemmtileg deild og bara geggjað að spila á Englandi,"  sagði Andri.

Andri var sterklega orðaður við Preston fyrr en Blackburn varð fyrir valinu.

„Það voru mörg lið sem voru búin að sýna áhuga, og heyra í umboðsmanninum, Gent líka. Maður sá og las um þetta og hitt, en loka ákvörðunin var að fara til Blackburn, ég er bara mjög sáttur með það," sagði Andri.

Arnór Sigurðsson var áður hjá félaginu en skildi ekki við félagið á bestu nótunum. Andri segist hafa rætt við hann áður en hann gekk til liðsins.

„Ég átti gott spjall, við fórum aðeins yfir hverning þetta er innan vallar sem utan vallar. Það er komin ný stjórn inn og hann var ekki í myndini hjá þeim, það er bara eins og það er. Þeir voru bara mjög spenntir að fá mig inn," sagði Andri.

Eiður Smári er auðvitað faðir Andra og hann átti sinn besta tíma á Englandi. Það verður því áhugavert að sjá hvernig viðbrögðin verða þegar enskir stuðningsmenn sjá Guðjohnsen skora aftur þar.

„Ég held að Guðjohnsen nafnið verður seint gleymt á Englandi. Það verður örugglega alltaf tengt við pabba, en maður ætlar sér kannski að búa sér til eigið nafn, sitt eigið Guðjohnsen nafn. Þá bara sem Andri Lucas, það verður bara gaman," sagði Andri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan. Nánar var rætt um leikinn gegn Aserbaídsjan þar.


Athugasemdir