
„Þetta er hrikalaga spennandi. Ég átti nokkur spjöll við þjálfarann og yfirmann íþróttamála og mér lýst bara mjög vel á þetta, þetta var eitthvað sem ég var mjög til í að hoppa á. Þetta er náttúrulega skemmtileg deild og bara geggjað að spila á Englandi," sagði Andri.
Andri var sterklega orðaður við Preston fyrr en Blackburn varð fyrir valinu.
„Það voru mörg lið sem voru búin að sýna áhuga, og heyra í umboðsmanninum, Gent líka. Maður sá og las um þetta og hitt, en loka ákvörðunin var að fara til Blackburn, ég er bara mjög sáttur með það," sagði Andri.
Arnór Sigurðsson var áður hjá félaginu en skildi ekki við félagið á bestu nótunum. Andri segist hafa rætt við hann áður en hann gekk til liðsins.
„Ég átti gott spjall, við fórum aðeins yfir hverning þetta er innan vallar sem utan vallar. Það er komin ný stjórn inn og hann var ekki í myndini hjá þeim, það er bara eins og það er. Þeir voru bara mjög spenntir að fá mig inn," sagði Andri.
Eiður Smári er auðvitað faðir Andra og hann átti sinn besta tíma á Englandi. Það verður því áhugavert að sjá hvernig viðbrögðin verða þegar enskir stuðningsmenn sjá Guðjohnsen skora aftur þar.
„Ég held að Guðjohnsen nafnið verður seint gleymt á Englandi. Það verður örugglega alltaf tengt við pabba, en maður ætlar sér kannski að búa sér til eigið nafn, sitt eigið Guðjohnsen nafn. Þá bara sem Andri Lucas, það verður bara gaman," sagði Andri.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan. Nánar var rætt um leikinn gegn Aserbaídsjan þar.