Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   þri 02. september 2025 18:38
Kári Snorrason
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Icelandair
Brynjólfur er markahæsti leikmaður Eredevise eftir fjórar umferðir.
Brynjólfur er markahæsti leikmaður Eredevise eftir fjórar umferðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson er í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2026. Fótbolti.net náði tali af honum á hóteli landsliðsins fyrr í dag.

Brynjólfur hefur farið með himinskautum í upphafi tímabils með Groningen í Hollandi. Framherjinn hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

„Þetta er mjög góð byrjun, það er allt að smella saman hjá mér og liðsfélögunum.“

„Undirbúningstímabilið var gott, ég var að skora mikið þar og fer með sjálfstraust inn í tímabilið. Ég er að fá traustið frá þjálfaranum og félaginu og hef verið meira inn á vellinum en í fyrra, þá gerast góðir hlutir.“


Brynjólfur Willumsson var kallaður inn í landsliðshópinn á dögunum eftir að Aron Einar þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

„Arnar hringdi í mig og lét mig vita að ég væri mættur inn í hópinn og ég var auðvitað mjög ánægður að vera mættur.“

Kom það á óvart að vera ekki í upprunalega hópnum?

„Þegar maður spilar vel þá býst maður við að vera hérna, en þegar maður er kominn hingað núna er maður ekkert að pæla í því hvort maður var í upprunalega hópnum eða ekki. Ég reyni að sýna mig og er tilbúinn að takast á við hlutverkið sem ég fæ.“

Viðtalið við Brynjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner