Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Viðtal við Magnús Má
Viðtal við Lárus Orra
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
banner
   þri 02. september 2025 18:38
Kári Snorrason
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Icelandair
Brynjólfur er markahæsti leikmaður Eredevise eftir fjórar umferðir.
Brynjólfur er markahæsti leikmaður Eredevise eftir fjórar umferðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson er í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2026. Fótbolti.net náði tali af honum á hóteli landsliðsins fyrr í dag.

Brynjólfur hefur farið með himinskautum í upphafi tímabils með Groningen í Hollandi. Framherjinn hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

„Þetta er mjög góð byrjun, það er allt að smella saman hjá mér og liðsfélögunum.“

„Undirbúningstímabilið var gott, ég var að skora mikið þar og fer með sjálfstraust inn í tímabilið. Ég er að fá traustið frá þjálfaranum og félaginu og hef verið meira inn á vellinum en í fyrra, þá gerast góðir hlutir.“


Brynjólfur Willumsson var kallaður inn í landsliðshópinn á dögunum eftir að Aron Einar þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

„Arnar hringdi í mig og lét mig vita að ég væri mættur inn í hópinn og ég var auðvitað mjög ánægður að vera mættur.“

Kom það á óvart að vera ekki í upprunalega hópnum?

„Þegar maður spilar vel þá býst maður við að vera hérna, en þegar maður er kominn hingað núna er maður ekkert að pæla í því hvort maður var í upprunalega hópnum eða ekki. Ég reyni að sýna mig og er tilbúinn að takast á við hlutverkið sem ég fæ.“

Viðtalið við Brynjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner