Í BEINNI
Undankeppni HM
Ísland

LL
5
0
0


Ísland
5
0
Aserbaídsjan

Guðlaugur Victor Pálsson
'45
1-0
Ísak Bergmann Jóhannesson
'47
2-0
Ísak Bergmann Jóhannesson
'56
3-0
Albert Guðmundsson
'66
4-0
Kristian Hlynsson
'73
5-0
05.09.2025 - 18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Átta gráður og sú gula lætur sjá sig
Dómari: Sander van der Eijk (Holland)
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Átta gráður og sú gula lætur sjá sig
Dómari: Sander van der Eijk (Holland)
Byrjunarlið:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
3. Daníel Leó Grétarsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
('78)


5. Sverrir Ingi Ingason
7. Hákon Arnar Haraldsson
8. Ísak Bergmann Jóhannesson


10. Albert Guðmundsson
('68)


11. Jón Dagur Þorsteinsson
('68)

16. Stefán Teitur Þórðarson
('68)

22. Andri Lucas Guðjohnsen
('68)

23. Mikael Egill Ellertsson
Varamenn:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
13. Anton Ari Einarsson (m)
2. Logi Tómasson
6. Gísli Gottskálk Þórðarson
9. Sævar Atli Magnússon
14. Þórir Jóhann Helgason
15. Willum Þór Willumsson
17. Brynjólfur Willumsson
('68)

18. Mikael Anderson
('68)

19. Bjarki Steinn Bjarkason
('78)

20. Kristian Hlynsson
('68)


21. Daníel Tristan Guðjohnsen
('68)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Davíð Snorri Jónasson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi sigur Íslands staðreynd!
Sá hollenski flautar til leiksloka. Eftir nokkuð tíðindalítinn fyrri hálfleik þar sem Guðlaugur Victor skoraði undir lokin, hélt íslenska liðið til sýningar og skoruðu fjögur til viðbótar. Varla hægt að biðja um betri byrjun í undankeppni HM.
Frekari umfjöllun væntanleg.
Frekari umfjöllun væntanleg.
92. mín
Daníel Tristan með gott skot!
Sóknarmaðurinn ungi keyrir inn á völlinn og lætur vaða fyrir utan teig, en boltinn rétt yfir mark gestanna.
91. mín
Hákon Haralds með fyrirgjöf en Magomedaliyev, markvörður gestanna, kýlir frá. Magomedaliyev búinn að vera besti maður Asera.
90. mín
Ísland fær aukaspyrnu um 25 metrum frá marki, Kristian Hlynsson stillir boltanum upp. Hann lætur vaða, en boltinn hátt yfir mark gestanna, mátti reyna!
85. mín
Takk fyrir komuna
Hilmar Jökull og félagar í tólfunni syngja takk fyrir komuna til gestanna en þeir hafa aldrei átt séns hérna í kvöld.
83. mín
Þarf Arnar Viðars að vera stesssaður með metið sitt. 7-0
— Viktor Unnar (@Viktorillugason) September 5, 2025
82. mín
Ísak hótar þrennunni!
Hákon Haralds með frábæra sendingu í gegn á Ísak sem er laus í teignum. Skagamaðurinn tekur sér tíma og hamrar á markið, en Magomedaliyev ver meistaralega í marki gestanna!
Ísak svekktur að hafa ekki nýtt þetta tækifæri.
Ísak svekktur að hafa ekki nýtt þetta tækifæri.
78. mín

Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (Ísland)
Út:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Guðlaugur fer af velli eftir að hafa fengið aðhlynningu, leit í hið minnsta ekki alvarlega út.
73. mín
MARK!

Kristian Hlynsson (Ísland)
Kristian skorar sitt fyrsta landsliðsmark!
Tekur aukaspyrnu utarlega á vellinum, boltinn í gegnum allan pakkann og í netið. Ísland er að valta yfir Aserbaídsjan!
Spurning hvort að Daníel Leó hafi komið við boltann, ómögulegt að skera úr um það.
Spurning hvort að Daníel Leó hafi komið við boltann, ómögulegt að skera úr um það.
72. mín

Inn:Gismat Aliyev (Aserbaídsjan)
Út: Abbas Huseynov (Aserbaídsjan)
Tekinn samstundis af velli eftir gula spjaldið.
68. mín

Inn: Brynjólfur Willumsson (Ísland)
Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Arnar gerir fjórfalda breytingu!
68. mín

Inn:Daníel Tristan Guðjohnsen (Ísland)
Út:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Bræðraskipting
Daníel kemur inn á í sínum fyrsta landsleik og kemur inn fyrir bróður sinn Andra. Bræðurnir gott faðmlag á hliðarlínunni.
68. mín

Inn:Kristian Hlynsson (Ísland)
Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
Er Frakkaleikurinn í hættu?
Albert lá niðri eftir markið og þurfti að styðjast við sjúkraþjálfara liðsins þegar hann gekk af velli.
66. mín
MARK!

Albert Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Albert Guðmundsson
Stoðsending: Albert Guðmundsson
SÝNING Á LAUGARDALSVELLI!
Íslenska liðið spilar vel í gegnum vörn gestanna. Hákon gefur á Albert sem leggur boltann fyrir sig og hamrar boltanum í netið!
Albert liggur niðri eftir markið, virtist fá högg í skotinu.
Albert liggur niðri eftir markið, virtist fá högg í skotinu.
65. mín
Íslenska liðið búið að vera frábært í þessum síðari hálfleik, um leið og Aserarnir þurftu að sækja þá refsaði Ísland.
64. mín
Jaja tikitaka á Laugardalsvelli
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) September 5, 2025
64. mín
Erum bara að sundurspila þetta ???????? lið eins og prime Barcelona í þessum síðari hálfleik.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) September 5, 2025
Við eigum Sævar Atla, Brynjólf og Daníel Gudjohnsen sem eru allir heitir með félagsliðum inni.
Guð blessi Aserbaidsjan ????????????
63. mín
Þetta 3.mark hja okkur var eð Barca shit!!! Guð minn goður!! #fotboltinet
— Eyþór Helgi (@EysiBirgis) September 5, 2025
61. mín
Ísland hótar fjórða markinu!
Jón Dagur með skot úr teignum sem Magomedaliyev ver vel. Boltinn á Albert sem gefur fyrir á Andra sem skallar boltann en aftur ver Magomedaliyev frábærlega!
57. mín
Þetta mark! Þetta spil bara. Er eg að horfa a Barcelona eða?
— Viktor Unnar (@Viktorillugason) September 5, 2025
56. mín
MARK!

Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
ÞVÍLÍKT MARK!
Íslenska liðið sundurspilar Aserana!
Albert gefur á Hákon, fyrirliðinn gefur á Ísak, sem gefur boltann beint á Jón Dag og fær hann aftur og Ísak setur boltann í netið af stuttu færi!
Þetta er eitt besta mark sem ég hef séð frá íslenska landsliðinu, Tiki-Taka fótbolti!
Albert gefur á Hákon, fyrirliðinn gefur á Ísak, sem gefur boltann beint á Jón Dag og fær hann aftur og Ísak setur boltann í netið af stuttu færi!
Þetta er eitt besta mark sem ég hef séð frá íslenska landsliðinu, Tiki-Taka fótbolti!
53. mín
Albert Guðmundsson tekur skot fyrir utan teig, en boltinn fer hátt yfir mark Aserbaídsjan.
47. mín
MARK!

Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Þvílík byrjun!
Albert Guðmunds gefur fyrir á Jón Dag sem tekur skot úr teignum, en markvörður Asera ver frábærlega.
Boltinn út í teiginn og Ísak Bergmann stekkur á boltann og skallar á markið. Markvörður gestanna slær boltann út, en boltinn kominn yfir línuna og Ísland leiðir með tveimur!
Markið kemur 77 sekúndum eftir að flautað var til upphafs síðari háflleiks.
Boltinn út í teiginn og Ísak Bergmann stekkur á boltann og skallar á markið. Markvörður gestanna slær boltann út, en boltinn kominn yfir línuna og Ísland leiðir með tveimur!
Markið kemur 77 sekúndum eftir að flautað var til upphafs síðari háflleiks.
45. mín
Hálfleikur
Ísland leiðir í hálfleik!
Sá hollenski flautar til hálfleiks rétt eftir markið. Íslenska liðið búið að stýra umferðinni hér á Laugardalsvelli, en hafa átt erfitt með að finna leið í gegnum Aserana. Mark Guðlaugs Victors undir lok hálfleiksins afar mikilvægt.
Gestirnir komu ekki til Íslands til að eignast vini, Aserarnir tefja við hvert tilefni og hafa spilað afar óaðlaðandi fótbolta. Fróðlegt að sjá hvernig þeir koma út í síðari hálfleikinn þegar þeir þurfa mark.
Gestirnir komu ekki til Íslands til að eignast vini, Aserarnir tefja við hvert tilefni og hafa spilað afar óaðlaðandi fótbolta. Fróðlegt að sjá hvernig þeir koma út í síðari hálfleikinn þegar þeir þurfa mark.
45. mín
MARK!

Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Stoðsending: Albert Guðmundsson
Stoðsending: Albert Guðmundsson
GULLI BRÝTUR ÍSINN!
Albert tekur hornspyrnuna, boltinn á nærsvæðið þar sem Guðlaugur Victor rís manna hæst og stangar boltann í netið.
Markið kemur á frábærum tímapunkti, rétt fyrir hálfleik!
Markið kemur á frábærum tímapunkti, rétt fyrir hálfleik!
45. mín
Hákon Arnar, gefur fasta sendingu fyrir á Andra Lucas. Andri tekur viðstöðulaust skot, en markvörður gestanna ver.
42. mín
Jón Dagur snýr Elvin varnarmann gestanna af sér, en sá hollenski á flautunni dæmir brot. Elvin liggur niðri í dágóðan tíma eftir að brotið er dæmt.
38. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu rétt framan við miðlínu. Boltinn í teiginn á Huseynov sem skallar langt framhjá marki Íslands. Gestirnir hafa einungis ógnað úr föstum leikatriðum.
37. mín
Gengur illa að opna þéttu vörn gestanna. Aserarnir eru í fimm manna varnarlínu og liggja djúpt niðri.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Gult spjald: Rahman Dashdamirov (Aserbaídsjan)

Spjaldaður fyrir leiktöf
Dashdamirov, varnarmaður Asera, tekur sér dágóðan tíma í að taka aukaspyrnu. Sá hollenski á flautunni hefur litla þolinmæði fyrir því og spjaldar varnarmanninn.
Alveg ljóst að gestirnir ætla að reyna að hægja á leiknum.
Alveg ljóst að gestirnir ætla að reyna að hægja á leiknum.
29. mín
Ísland fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming gestanna. Albert Guðmunds gefur fyrir, en boltinn slakur og fer beint aftur fyrir endalínu.
25. mín
Vertu með í umræðunni um leikinn
Við minnum á myllumerkið #fotboltinet á X-inu til að vera með í umræðu um leikinn í kvöld.
25. mín
Fyrsta færi gestanna
Gestirnir fá sína fyrstu hornspyrnu, út á Ibrahimli, hann gefur fyrir á Emreli sem skallar boltann yfir markið. Vel útfærð hornspyrna hjá Aserunum.
24. mín
Jón Dagur sker boltann út á Ísak Bergmann sem tekur lúmskt viðstöðulaust skot og boltinn rétt framhjá marki gestanna.
21. mín
Þolinmæðisverk
Íslenska liðið nánast búið að einoka boltann en eiga erfitt með að finna glufur í þéttri vörn Asera.
19. mín
Albert Guðmundsson leikur listir sínar við endalínu, gefur fyrir, en boltinn í Asera en af einhverjum ástæðum dæmd markspyrna.
10. mín
Ísland hefur stýrt umferðinni hér fyrstu tíu mínúturnar, gestirnir varla komist yfir miðju.
9. mín
Fyrsta færið!
Albert með frábæra sendingu í gegn á Andra Lucas, sem ætlar að batta boltann út á Hákon sem næst þó ekki, en Ísland heldur í boltann.
Boltinn út á Mikael Egil, hann gefur fyrir á Hákon sem skallar boltann rétt yfir mark gestanna.
Boltinn út á Mikael Egil, hann gefur fyrir á Hákon sem skallar boltann rétt yfir mark gestanna.

7. mín
Stefán Teitur tekur langt innkast, þekkt stef. Boltinn fer manna á milli í teignum áður en gestirnir hreinsa.
5. mín
Ísland fær fyrstu hornspyrnu leiksins, Ísak Bergmann tekur. Spyrnan fer yfir allan pakkann og aftur fyrir endalínu, Aserar fá markspyrnu.
3. mín
Mikael Egill og Albert spila skemmtilega á milli sín. Boltinn á Hákon Haralds sem gefur fyrir, en enginn bláklæddur til að taka á móti fyrirgjöfinni.

1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir hefja leik!
Við erum farin af stað, Ísland albláir og Aserarnir alhvítir.

Fyrir leik
Áhorfendur taka við sér eftir Lofsöng og liðin gera sig klár, nú styttist í þetta!
Fyrir leik
Birkir Bjarnason heiðraður
Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi lagði skóna á hilluna í vikunni og er hann heiðraður hér fyrir leik. Þorvaldur Örlygsson færir honum blómakrans og áhorfendur klappa fyrir Birki og þakka honum fyrir vel unnin störf.


Fyrir leik
Tómas Þór skoðar byrjunarliðið
Tómas Þór Þórðarson fer yfir byrjunarlið Íslands í kvöld #fotboltinet pic.twitter.com/fUEf3kfypo
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 5, 2025
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands
Arnar Gunnlaugsson hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leik kvöldsins. Landsliðsþjálfarinn ræddi við stuðningsmenn á Ölver fyrir skömmu og tilkynnti þar að liðið myndi leika í 4-4-1-1 kerfi.
Í sjónvarpinu hér að ofan fer Tómas Þór Þórðarson yfir byrjunarlið Íslands í kvöld
Arnar segir að með uppstillingu liðsins sé hann að horfa til vináttuleiks Íslands gegn Skotlandi í júní, þar sem Ísland fór með 3-1 sigur af hólmi. Arnar gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliði sínu frá Skotaleiknum þar sem Daníel Leó kemur í stað Harðar Björgvins.
Elías Rafn Ólafsson byrjar í marki Íslands, en fyrir framan hann eru hafsentarnir tveir, Daníel Leó Grétarsson og Sverrir Ingi Ingason. Þá byrjar Mikael Egill Ellertsson í vinstri bakverði og Guðlaugur Victor Pálsson hægra megin.
Á miðri miðjunni eru skagamennirnir tveir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson. Albert Guðmundsson mun þá spila á vinstri kanti og Jón Dagur Þorsteinsson verður hægra megin.
Fyrirliði liðsins, Hákon Arnar Haraldsson, mun spila fyrir aftan Andra Lucas Guðjohnsen sem leiðir framlínuna.

Arnar Gunnlaugsson hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leik kvöldsins. Landsliðsþjálfarinn ræddi við stuðningsmenn á Ölver fyrir skömmu og tilkynnti þar að liðið myndi leika í 4-4-1-1 kerfi.
Í sjónvarpinu hér að ofan fer Tómas Þór Þórðarson yfir byrjunarlið Íslands í kvöld
Arnar segir að með uppstillingu liðsins sé hann að horfa til vináttuleiks Íslands gegn Skotlandi í júní, þar sem Ísland fór með 3-1 sigur af hólmi. Arnar gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliði sínu frá Skotaleiknum þar sem Daníel Leó kemur í stað Harðar Björgvins.
Elías Rafn Ólafsson byrjar í marki Íslands, en fyrir framan hann eru hafsentarnir tveir, Daníel Leó Grétarsson og Sverrir Ingi Ingason. Þá byrjar Mikael Egill Ellertsson í vinstri bakverði og Guðlaugur Victor Pálsson hægra megin.
Á miðri miðjunni eru skagamennirnir tveir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson. Albert Guðmundsson mun þá spila á vinstri kanti og Jón Dagur Þorsteinsson verður hægra megin.
Fyrirliði liðsins, Hákon Arnar Haraldsson, mun spila fyrir aftan Andra Lucas Guðjohnsen sem leiðir framlínuna.
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugsson mætti á Ölver
Arnar Gunnlaugsson mætti á Ölver og fór yfir byrjunarlið Íslands og áherslur. Hér er hann á sviði ásamt Tómasi Þór.

Fyrir leik
Búist við 6 þúsund áhorfendum
Ómar Smárason, yfirmaður samskiptadeildar KSÍ, greindi frá því á fréttamannafundi í gær að búist sé við um 6.000 áhorfendum á leikinn. 1.800 mótsmiðar hafi verið seldir.
Eins og venjan er þá hita stuðningsmenn Íslands upp á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ og mun Arnar Gunnlaugsson kíkja í heimsókn og frumsýna byrjunarliðið klukkan 17:00.
Eins og venjan er þá hita stuðningsmenn Íslands upp á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ og mun Arnar Gunnlaugsson kíkja í heimsókn og frumsýna byrjunarliðið klukkan 17:00.

Fyrir leik
Arnar: Ekki upp á líf og dauða en þetta er nálægt því
„Ég ætla ekki alveg að taka það djúpt í árina að þetta sé upp á líf og dauða, en þetta er nálægt því,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi.
„Ég skynja það að strákarnir eru sammála mér, við ætlum að kýla á þetta. Til þess að það raungerist þá er þetta „must-win“ á morgun. Mér finnst það pressa sem við eigum að setja á okkur.“
Ísland er í 74. sæti á styrkleikalista FIFA en Aserbaídsjan situr í 122. sæti
„Tölum bara íslensku þetta er lið sem við eigum að vinna á okkar góða degi. Ég endurtek að dagurinn þurfi að vera virkilega góður og allir þurfa að vera á sínum degi svo að við sækjum þessi þrjú stig. Við finnum hvernig umtalið er, við eigum að vinna þennan leik þá þarf allt að ganga upp.“
Aserbaídsjan er án sigurs í síðustu tíu leikjum þeirra. Arnar segir þó Ísland verða að fara að fullum hug inn í leikinn.
„Þeir eru með mjög reynslumikinn þjálfara. Santos gerði Portúgal að Evrópumeisturum, gamall refur. Þeim hefur ekki gengið vel í síðustu tíu leikjum að ná í úrslit. Mín reynsla af alþjóðlegum fótbolta er sú að hvaða styrkleikaflokki þú ert í, þá þarftu að fara í alla leiki með fullum hug og vera með fulla einbeitingu annars fer illa.“
Arnar er ánægður með stöðuna á íslenska hópnum.
„Mér hefur aldrei liðið jafn vel með hópinn og núna, það er kannski ástæða fyrir því. Í mars- og júní glugganum er langt tímabil að baki, en nú er september og leikjaálagið ekki enn farið að segja til sín.“
„Mér finnst allir hrikalega ferskir, menn „on it“, æfingarnar stórkostlegar og völlurinn geggjaður, ég er með virkilega góða tilfinningu fyrir þessum leik. Strákarnir eru spenntir, en ekki of spenntir. Spennustigið er rétt og menn eru staðráðnir að gera sitt besta og sýna hvað við erum búnir að læra undanfarna fjóra leiki.“

„Ég ætla ekki alveg að taka það djúpt í árina að þetta sé upp á líf og dauða, en þetta er nálægt því,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi.
„Ég skynja það að strákarnir eru sammála mér, við ætlum að kýla á þetta. Til þess að það raungerist þá er þetta „must-win“ á morgun. Mér finnst það pressa sem við eigum að setja á okkur.“
Ísland er í 74. sæti á styrkleikalista FIFA en Aserbaídsjan situr í 122. sæti
„Tölum bara íslensku þetta er lið sem við eigum að vinna á okkar góða degi. Ég endurtek að dagurinn þurfi að vera virkilega góður og allir þurfa að vera á sínum degi svo að við sækjum þessi þrjú stig. Við finnum hvernig umtalið er, við eigum að vinna þennan leik þá þarf allt að ganga upp.“
Aserbaídsjan er án sigurs í síðustu tíu leikjum þeirra. Arnar segir þó Ísland verða að fara að fullum hug inn í leikinn.
„Þeir eru með mjög reynslumikinn þjálfara. Santos gerði Portúgal að Evrópumeisturum, gamall refur. Þeim hefur ekki gengið vel í síðustu tíu leikjum að ná í úrslit. Mín reynsla af alþjóðlegum fótbolta er sú að hvaða styrkleikaflokki þú ert í, þá þarftu að fara í alla leiki með fullum hug og vera með fulla einbeitingu annars fer illa.“
Arnar er ánægður með stöðuna á íslenska hópnum.
„Mér hefur aldrei liðið jafn vel með hópinn og núna, það er kannski ástæða fyrir því. Í mars- og júní glugganum er langt tímabil að baki, en nú er september og leikjaálagið ekki enn farið að segja til sín.“
„Mér finnst allir hrikalega ferskir, menn „on it“, æfingarnar stórkostlegar og völlurinn geggjaður, ég er með virkilega góða tilfinningu fyrir þessum leik. Strákarnir eru spenntir, en ekki of spenntir. Spennustigið er rétt og menn eru staðráðnir að gera sitt besta og sýna hvað við erum búnir að læra undanfarna fjóra leiki.“
Fyrir leik
Völlurinn frábær
Þetta verður fyrsti leikur karlalandsliðsins á nýjum Laugardalsvelli, en nýtt hybrid-gervigras var lagt fyrr á árinu.
„Hann er bara geggjaður. Maður hefur ekki séð Laugardalsvöllinn svona áður, en það verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður," segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson.

Þetta verður fyrsti leikur karlalandsliðsins á nýjum Laugardalsvelli, en nýtt hybrid-gervigras var lagt fyrr á árinu.
„Hann er bara geggjaður. Maður hefur ekki séð Laugardalsvöllinn svona áður, en það verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður," segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson.
03.09.2025 18:57
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Fyrir leik
Verðum bara að vinna þennan leik
„Mér lýst mjög vel á þetta, toppaðstæður og það er mikil tilhlökkun í hópnum og við ætlum bara að vinna þennan leik," segir Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður.
„Það er bara nokkuð augljóst að við ætlum að gerast eitthvað í þessum riðli og þá verðum við bara að vinna þennan leik."
Má búast við því að Aserar muni liggja til baka?
„Örugglega fyrirfram þá mætti búast við því en svo veit maður aldrei hvernig mómentið er í leiknum getur breyst og örugglega á einhverjum tímapunkti þá liggjum við til baka en við gerum ráð fyrir að vera meira með boltann en þeir."

„Mér lýst mjög vel á þetta, toppaðstæður og það er mikil tilhlökkun í hópnum og við ætlum bara að vinna þennan leik," segir Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður.
„Það er bara nokkuð augljóst að við ætlum að gerast eitthvað í þessum riðli og þá verðum við bara að vinna þennan leik."
Má búast við því að Aserar muni liggja til baka?
„Örugglega fyrirfram þá mætti búast við því en svo veit maður aldrei hvernig mómentið er í leiknum getur breyst og örugglega á einhverjum tímapunkti þá liggjum við til baka en við gerum ráð fyrir að vera meira með boltann en þeir."
03.09.2025 16:00
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Fyrir leik
Fyrir leik
Nýliðarnir tveir
Daníel Tristan Guðjohnsen og Gísli Gottskálk Þórðarson eru nýliðar í hópnum. Þeir spjölluðu báðir við Fótbolta.net í vikunni.
03.09.2025 14:55
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
02.09.2025 19:20
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Fyrir leik
Elías eða Hákon? Hvor verður í markinu?
Elías Rafn er í samkeppni við Hákon Rafn um markvarðarstöðuna.
„Ég og Hákon erum toppfélagar, svo kemur í ljós hver spilar. Það er ákvörðun sem er undir þjálfaranum komin," sagði Elías í viðtali við Fótbolti.net í vikunni.
Er samband ykkar Hákons aldrei skrýtið á köflum?
„Þetta er auðvitað öðruvísi, þetta er bara ein staða á vellinum. Við styðjum hvorn annan og erum góðir félagar utan vallar. Þetta er þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum.“
„Ég og Hákon erum toppfélagar, svo kemur í ljós hver spilar. Það er ákvörðun sem er undir þjálfaranum komin," sagði Elías í viðtali við Fótbolti.net í vikunni.
Er samband ykkar Hákons aldrei skrýtið á köflum?
„Þetta er auðvitað öðruvísi, þetta er bara ein staða á vellinum. Við styðjum hvorn annan og erum góðir félagar utan vallar. Þetta er þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum.“
04.09.2025 09:30
Tveir frábærir kostir en hvor þeirra verður í markinu?
02.09.2025 18:48
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Fyrir leik
Birkir Bjarna heiðraður fyrir leik
Birkir Bjarnason verður heiðraður fyrir leikinn en hann tilkynnti í vikunni að hann hefði lagt skóna á hilluna.
Birkir er leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, lék alls 113 leiki og skoraði 15 mörk. Hann var lykilmaður í gullaldarliði Íslands og lék fyrir Íslands hönd á bæði EM 2016 og HM 2018.

Birkir Bjarnason verður heiðraður fyrir leikinn en hann tilkynnti í vikunni að hann hefði lagt skóna á hilluna.
Birkir er leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, lék alls 113 leiki og skoraði 15 mörk. Hann var lykilmaður í gullaldarliði Íslands og lék fyrir Íslands hönd á bæði EM 2016 og HM 2018.
02.09.2025 21:30
Birkir Bjarnason heiðraður fyrir leikinn á föstudag
Fyrir leik
Vann EM með Ronaldo en mætir í Laugardalinn eftir tíu leiki án sigurs
Margir ættu að kannast við þjálfara Asera en það er Fernando Santos, fyrrum landsliðsþjálfari Portúgals.
Stærsta afrek Santos kom 2016 þegar hann stýrði portúgalska landsliðinu óvænt til sigurs á Evrópumótinu. Liðið, með Cristiano Ronaldo innanborðs, vann heimamenn í Frakklandi í úrslitaleiknum, eftir að hafa gert jafntefli gegn Íslandi í riðlakeppni mótsins.
Santos stýrði Portúgal til sigurs í Þjóðadeildinni 2019 en hann hefur einnig stýrt landsliðum Grikklands og Póllands auk ýmissa félagsliða.
Hann hefur stýrt Aserum í tíu leikjum síðan hann tók við liðinu sumarið 2024 en enginn þeirra hefur unnist. Liðið hefur gert markalaus jafntefli gegn Eistlandi og Lettlandi en tapað hinum leikjunum undir hans stjórn.
Aserbaídsjan er í 122. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í 74. sæti.

Margir ættu að kannast við þjálfara Asera en það er Fernando Santos, fyrrum landsliðsþjálfari Portúgals.
Stærsta afrek Santos kom 2016 þegar hann stýrði portúgalska landsliðinu óvænt til sigurs á Evrópumótinu. Liðið, með Cristiano Ronaldo innanborðs, vann heimamenn í Frakklandi í úrslitaleiknum, eftir að hafa gert jafntefli gegn Íslandi í riðlakeppni mótsins.
Santos stýrði Portúgal til sigurs í Þjóðadeildinni 2019 en hann hefur einnig stýrt landsliðum Grikklands og Póllands auk ýmissa félagsliða.
Hann hefur stýrt Aserum í tíu leikjum síðan hann tók við liðinu sumarið 2024 en enginn þeirra hefur unnist. Liðið hefur gert markalaus jafntefli gegn Eistlandi og Lettlandi en tapað hinum leikjunum undir hans stjórn.
Aserbaídsjan er í 122. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í 74. sæti.
Fyrir leik
Hollendingur með flautuna
Sander van der Eijk, 34 ára Hollendingur, verður með flautuna í kvöld Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari gæti kannast við Van der Eijk en hann dæmdi 4-0 sigurleik Omonoia gegn Víkingi í Sambandsdeildinni sem fram fór á Kýpur á síðasta ári.
Allt dómarateymið í kvöld frá Hollandi, þar á meðal VAR myndbandsdómararnir.
Ísland - Aserbaídsjan
Dómari: Sander van der Eijk, Holland
Aðstoðardómari 1: Rens Bluemink, Holland
Aðstoðardómari 2: Stefan de Groot, Holland
4ði dómari: Marc Nagtegaal, Holland
VAR dómari: Jeroen Manschot, Holland
Aðstoðar VAR dómari: Clay Ruperti, Holland

Sander van der Eijk, 34 ára Hollendingur, verður með flautuna í kvöld Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari gæti kannast við Van der Eijk en hann dæmdi 4-0 sigurleik Omonoia gegn Víkingi í Sambandsdeildinni sem fram fór á Kýpur á síðasta ári.
Allt dómarateymið í kvöld frá Hollandi, þar á meðal VAR myndbandsdómararnir.
Ísland - Aserbaídsjan
Dómari: Sander van der Eijk, Holland
Aðstoðardómari 1: Rens Bluemink, Holland
Aðstoðardómari 2: Stefan de Groot, Holland
4ði dómari: Marc Nagtegaal, Holland
VAR dómari: Jeroen Manschot, Holland
Aðstoðar VAR dómari: Clay Ruperti, Holland
Fyrir leik
Leiðin á HM hefst í kvöld
Það er komið að undankeppni HM 2026! Íslenska liðið mætir Aserum á Laugardalsvelli í kvöld og leikur síðan gegn Frökkum á Prinsavöllum í París á þriðjudag í næstu viku. Fjórða liðið í riðlinum er svo Úkraína.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur. Ísland setur stefnuna á annað sæti í riðlinum og lykilatriði í að ná því markmiði er að vinna Asera á heimavelli. Sigurliðið í riðlinum, sem allir búast við að verði Frakkland, fer beint á HM en liðið sem endar í öðru sæti kemst í umspil.

Það er komið að undankeppni HM 2026! Íslenska liðið mætir Aserum á Laugardalsvelli í kvöld og leikur síðan gegn Frökkum á Prinsavöllum í París á þriðjudag í næstu viku. Fjórða liðið í riðlinum er svo Úkraína.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur. Ísland setur stefnuna á annað sæti í riðlinum og lykilatriði í að ná því markmiði er að vinna Asera á heimavelli. Sigurliðið í riðlinum, sem allir búast við að verði Frakkland, fer beint á HM en liðið sem endar í öðru sæti kemst í umspil.
04.09.2025 17:45
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Aserbaídsjan: Markvarðarskipti og flæðandi sóknarleikur
Byrjunarlið:
1. Shakhrudin Magomedaliyev (m)
2. Rahman Dashdamirov
('55)


3. Elvin Jafarguliyev
('62)

4. Bahlul Mustafazade
6. Sabuhi Abdullazade
8. Emin Makhmudov
('62)

10. Mahir Emreli
13. Abbas Huseynov
('72)


14. Elvin Badalov
19. Nariman Akhundzade
20. Ismayil Ibrahimli
('55)

Varamenn:
12. Aydin Bayramov (m)
23. Rza Jafarov (m)
5. Anton Krivotsyuk
7. Anatolii Nuriiev
9. Renat Dadasov
11. Ozan Kökcu
('55)

15. Khayal Aliyev
16. Jeyhun Nuriyev
('62)

17. Tural Bayramov
('55)

18. Jalal Huseynov
('62)

21. Gismat Aliyev
('72)

22. Musa Gurbanli
Liðsstjórn:
Fernando Santos (Þ)
Gul spjöld:
Rahman Dashdamirov ('30)
Abbas Huseynov ('72)
Rauð spjöld: