
Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í kvöld, í sínum fyrsta leik í undankeppni HM.
Eins og venjan er þá hita stuðningsmenn Íslands upp á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ og mun Arnar Gunnlaugsson kíkja í heimsókn og frumsýna byrjunarliðið.
Tómas Þór Þórðarson mun ræða við Arnar um komandi leik.
Eins og venjan er þá hita stuðningsmenn Íslands upp á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ og mun Arnar Gunnlaugsson kíkja í heimsókn og frumsýna byrjunarliðið.
Tómas Þór Þórðarson mun ræða við Arnar um komandi leik.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Aserbaídsjan
„Það er leikdagur hjá landsliði Íslands í dag en í kvöld hefja strákarnir okkar leik í undankeppninni fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar," segir í tilkynningu Tólfunnar.
„Við í Tólfunni hitum upp á Ölveri eins og við höfum gert í fjöldamörg ár og um 17:00 leytið mætir hinn eini sanni landsliðsþjálfari, Arnar Gunnlaugsson, á Ölver og fer yfir liðið, leikskipulagið og jafnvel að hann taki við spurningum úr sal."
„Þegar Arnar er farinn niður á Laugardalsvöll ætlum við að fylla portið fyrir utan Ölver og skapa gömlu góðu geggjuðu stemninguna sem þar hefur verið í gegnum tíðina og marsera síðan niður á völl í blárri skrúðgöngu."
Athugasemdir