Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. júlí 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Godin í Inter (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Inter hefur gengið frá þriggja ára samningi við varnarmanninn Diego Godin.

Godin kemur frítt frá Atletico Madrid en samningur hans þar rann út á miðnætti.

Godin var eins og klettur í vörn Atletico en hann hefur leikið með liðinu undanfarin níu ár.

Þessi 33 ára gamli varnarjaxl varð meðal annars spænskur meistari með Atletico Madrid árið 2014 auk þess sem hann vann Evrópudeildina tvívegis með liðinu.

Síðastliðið sumar hafnaði Godin að ganga í raðir Manchester United en nú er ljóst að hann mun leika í Serie A næstu árin.

Athugasemdir
banner
banner
banner