Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 01. júlí 2019 13:20
Elvar Geir Magnússon
Rashford skrifar undir nýjan samning við Man Utd (Staðfest)
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur tilkynnt að Marcus Rashford hafi skrifað undir samning til 2023 með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar.

Rashford er 21 árs sóknarmaður sem kemur upp úr akademíu United en hann hefur leikið 170 leiki fyrir aðalliðið og 32 landsleiki fyrir England.

„Manchester United hefur verið allt í mínu lífi síðan ég var sjö ára gamall. Þetta félag hefur mótað mig, bæði sem leikmann og einstakling. Það eru forréttindi í hvert sinn sem ég fæ tækifæri til að klæðast treyjunni," segir Rashford.

„Ég vil þakka Ole og starfsliðinu fyrir það sem þeir hafa gert fyrir mig. Félagið er með fullkomið starfslið sem ég get lært af og haldið áfram að þróa minn leik."

Ole Gunnar Solskjær segir að Rashford sé einn hæfileikaríkasti enski leikmaður sinnar kynslóðar.

„Marcus er skínandi dæmi um hæfileikana sem akademían okkar framleiðir. Hann veit það svo sannarlega hvaða þýðingu það hefur að spila fyrir Manchester United. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs hefur hann frábæra reynslu. Það er björt framtíð sem bíður hans hjá félaginu," segir Solskjær.



Athugasemdir
banner
banner
banner