mið 04. mars 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Rúnar Freyr og Aron Ingi í Dalvík/Reyni (Staðfest)
Rúnar Freyr Þórhallsson.8
Rúnar Freyr Þórhallsson.8
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dalvík/Reynir hefur fengið markvörðinn Aron Inga Rúnarsson og miðjumanninn Rúnar Frey Þórhallsson til liðs við sig en þeir hafa báðir skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Aron Ingi er 24 ára markvörður sem kemur til liðs við Dalvík/Reyni frá Þór Akureyri.

Aron Ingi hefur verið samningsbundinn Þór Akureyri undanfarin þrjú keppnistímabil en sumarið 2016 lék hann 10 leiki fyrir Dalvík/Reyni í 3.deildinni.

Rúnar Freyr Þórhallsson er 27 ára Seyðfirðingur og kemur til liðs við Dalvík/Reyni frá Hetti/Huginn.

Rúnar Freyr, sem er miðjumaður, var fyrirliði Hugins til fjölda ára og einn leikjahæsti leikmaður félagsins. Hann hefur spilað 178 leiki í 1., 2. & 3. deild og skorað í þeim 16 mörk.

Dalvík/Reynir endaði í 8. sæti í 2. deildinni á síðastliðnu tímabili eftir að hafa unnið 3. deildina árið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner