mán 04. júlí 2022 10:25
Elvar Geir Magnússon
Nemanja Lekanic tekur við Árbæ (Staðfest)
Mynd: Árbær
4. deildarliðið Árbær hefur fengið til sín Nemanja Lekanic sem er orðinn spilandi þjálfari liðsins.

„Nemanja kemur inn í liðið með mikla reynslu og gæði innan vallar sem utan. Hann hefur leikið í úrvalsdeild í Serbíu og Bosníu, auk þess að hafa 9 sinnum farið upp um deild á sínum ferli. Sú reynsla mun nýtast Árbæ sem eru í harðri toppbaráttu í 4. deildinni," segir Eyþór Ólafsson, formaður Árbæjar, í tilkynningu frá félaginu.

„Nemanja hefur verið að sanka að sér þjálfaragráðum og lært styrktarþjálfun úti í Serbíu. Við bindum miklar vonir við þessa ráðningu og erum spenntir fyrir framhaldinu."

Í fyrra lék Nemanja Lekanic með Ægi í 3. deildinni og skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum.

Árbær er í A-riðli 4. deildar og er 16 stig í þriðja sæti, þremur stigum frá Hvíta Riddaranum sem trónir á toppi riðilsins.

Á miðvikudag tekur Árbær á móti Skallagrími sem situr í öðru sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner