Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mið 04. september 2019 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Hörður Björgvin: Skemmtilegt að vera aldursforsetinn
Icelandair
Hörður Björgvin.
Hörður Björgvin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson er liðsfélagi Harðar í CSKA.
Arnór Sigurðsson er liðsfélagi Harðar í CSKA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gengur vel og það er ennþá 23-26 gráður. Ég er ennþá brosandi og það er rosa gaman að vera úti," sagði Hörður Björgvin Magnússon leikmaður CSKA í Rússlandi í viðtali við Fótbolta.net.

Hörður var mættur með hanska á æfingu íslenska landsliðsins í morgun en liðið undirbýr sig nú fyrir mikilvægan leik gegn Moldavíu sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardaginn.

Hörður er ánægður með byrjun sína í rússnesku úrvalsdeildinni og segir að sér hafi gengið persónulega vel í upphafi móts.

„Auðvitað langar mannig að skora meira en það kemur vonandi á þessu tímabili. Ég er kominn með tvö mörk núna en vonandi bæti ég við 2-3 mörkum í viðbót. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer. Við erum með ungan hóp og það er skemmtilegt að vera aldursforsetinn."

Ljóst er að sóknarleikmaðurinn ungi Arnór Sigurðsson, liðsfélagi Harðar hjá CSKA verður ekki með í landsleikjunum gegn Moldóvu og Albaníu vegna meiðsla.

„Það er leiðinlegt að hann meiddist og hann hefur verið frá í síðustu leikjum. Hann er mikilvægur hlekkur í CSKA og í landsliðinu. Vonandi verður batinn hans góður fyrir fyrsta leik eftir landsleikina. Við eigum Evrópudeildina í september og vonandi verður hann klár fyrir þá leiki," sagði Hörður Björgvin sem segir Arnór geta náð langt á sínum ferli.

„Hann er með hausinn í lagi. Hann er ungur og óreyndur, hann þarf reynslu og að fá að spila eins mikið og hann getur. Það er auðvitað plús að vera orðaður við Napoli og fleiri önnur lið. Maður reynir að gera allt til að hjálpa honum að ná þessu flugi. Hann hefur verið á góðu flugi en svo koma meiðslin í sumar. Nú er bara að keyra hann aftur í gang og ná að henda honum aftur á loft."

Viðtalið við Hörð Björgvin má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner