Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. október 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Man City gagnrýnt fyrir nýjasta styrktaraðilann sem er ekki til
Þessi laun borga sig ekki sjálf.
Þessi laun borga sig ekki sjálf.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Eigendur enska stórveldisins Manchester City eru alltaf að leita nýrra leiða til að koma auknum pening inn í félagið og þurfa að fara ýmsar krókaleiðir til að komast hjá fjármálareglum.


Þegar Man City spilaði grannaslaginn við Manchester United um helgina tóku glöggir áhorfendur eftir auglýsingaskiltunum umhverfis völlinn sem auglýstu veðmálafyrirtækið 8Xbet.

Þegar fyrirtækið sjálft er skoðað er það nokkuð augljóslega tilraun hjá Man City til að svindla á reglum. Helsta vísbendingin er sú að Twitter aðgangur 8Xbet er aðeins með örfáa tugi fylgjenda og framkvæmdastýra fyrirtækisins, hin víetnamíska Trinh Thu Trang, er líklegast ekki til.

Myndin á Twitter aðgangi hennar er í raun alveg óbreytt mynd frá seljenda þar sem Englandsmeistararnir virðast ekki einu sinni hafa nennt að skipta um manneskju í rammanum í tilraun sinni til að gera tilvist 8Xbet trúverðuga.

Man City er langt frá því að vera eina félagið á Englandi sem nýtir sér þessa aðferð til að koma peningum inn án þess að brjóta fjármálareglur. Félög í úrvalsdeildinni hafa á undanförnum árum gert nokkuð stóra styrktarsamninga við algjörlega óþekkt asísk fyrirtæki sem eru mörg hver ekki með neina raunverulega starfsemi aðra en að dæla pening inn í félögin.

City gerði svipaðan samning við asíska fyrirtækið 3Keys í fyrra en þurfti að rifta honum þegar svindlið komst upp. Félaginu hefur þó ekki verið refsað fyrir það athæfi miðað við þann litla metnað sem hefur verið lagður í þessa nýjustu tilraun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner