Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 05. júlí 2019 08:30
Magnús Már Einarsson
Cocu tekur stöðu Lampard hjá Derby (Staðfest)
Cocu er mættur til Englands.
Cocu er mættur til Englands.
Mynd: Getty Images
Fyrrum hollenski landsliðsmaðurinn Philip Cocu hefur verið ráðinn stjóri Derby County í ensku Championship deildinni.

Cocu tekur við af Frank Lampard sem hætti með Derby í vikunni til að taka við stjórastöðunni hjá Chelsea.

Hinn 48 ára gamli Cocu átti farsælan feril sem leikmaður með PSV Eindhoven og Barcelona á sínum tíma.

Cocu tók siðan við þjálfun PSV þar sem hann varð þrívegis hollenskur meistari á fjórum árum. Á sama tíma seldi PSV leikmenn fyrir 134 milljónir punda en keypti einungis fyrir 49 milljónir punda.

Cocu tók við Fenerbahce í Tyrklandi síðastliðið sumar en var rekinn í október eftir erfitt gengi. Hann mun nú taka við Derby en forráðamenn félagsins vonast til að hann geti gert góða hluti með unga leikmenn liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner