Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 06. febrúar 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Darron Gibson í Salford City (Staðfest)
Gibson var leystur undan samningi hjá Sunderland er hann lék þar
Gibson var leystur undan samningi hjá Sunderland er hann lék þar
Mynd: Getty Images
Darron Gibson, fyrrum miðjumaður Manchester United, hefur skrifað undir stuttan samning við Salford City í ensku D-deildinni.

Salford er í eigu Gary Neville, Ryan Giggs, David Beckham, Paul Scholes, Nicky Butt og Phil Neville, sem voru hluti af '92 árganginum hjá Manchester United.

Gibson kom upp í gegnum akademíu Manchester United og varð Englandsmeistari með aðalliði félagsins. Á ferli sínum hefur hann einnig leikið með Sunderland, Everton og Wigan.

Hann var leystur undan samningi sínum hjá Sunderland árið 2018 eftir að hann gerðist sekur um ölvunarakstur, á sama degi og Sunderland átti leik í Championship-deildinni.

Hinn 32 ára gamli Gibson hefur verið án félags frá því síðasta sumar. Nú tekur hann slaginn með Salford sem er í 11. sæti D-deildarinnar á Englandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner