Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. febrúar 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Höttur/Huginn fær rúmenskan sóknarmann (Staðfest)
Mynd: Höttur/Huginn
George Razvan Chariton hefur samið við Hött/Huginn fyrir átökin í 3. deildinni í sumar.

Jorge, eins og hann er kallaður, er 22 ára en hann getur spilað allar fremstu stöðurnar.

Jorge er frá Rúmeníu en hann hefur þó búið á Spáni mest alla sína ævi og í dag spilar hann þar í landi með Ciudad de Murcia í spænsku D-deildinni.

„George er liðsfélagi stórvinar okkar Nacho sem gefur honum hæstu meðmæli en þeir spila saman í Tercera deildinni á Spáni," segir á Facebook síðu Hattar/Hugins.

„Honum er lýst sem stríðsmanni inná vellinum, aggresívur, eldfljótur og teknískur og getur spilað allar fjórar fremstu stöðurnarnar."

„Bæði þjálfarar og stjórn eru mjög spennt fyrir þessum nýja leikmanni okkar en nokkur breyting er á leikmannahópnum frá því í fyrra en meira um það síðar."

Athugasemdir
banner
banner
banner