Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 06. júlí 2019 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus fær Demiral og Pellegrini (Staðfest)
Roma fær Spinazzola
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus hafa verið að styrkja sig í sumar og eru búnir að fá fjóra leikmenn frítt. Brasilíski varnarmaðurinn Wesley er kominn sem og miðjumennirnir Adrien Rabiot og Aaron Ramsey. Þá er Gianluigi Buffon kominn aftur.

Nú eru meistararnir búnir að bæta tveimur leikmönnum til viðbótar við sig. Ungstirnið Luca Pellegrini kemur til félagsins frá Roma í skiptidíl. Leonardo Spinazzola fer hina leiðina og borgar Roma 10 milljónir evra í mismun. Báðir eru þeir vinstri bakverðir, Pellegrini 20 ára en Spinazzola 26.

Þá er tyrkneski landsliðsmaðurinn Merih Demiral einnig kominn. Hann kemur frá Alanyaspor og kostar 20 milljónir evra.

Demiral var lánaður til Sassuolo í janúar og átti góða mánuði í Serie A. Hann hreif njósnara Juventus sem ákváðu að festa kaup á honum.

Hann er aðeins 21 árs og á 4 A-landsleiki að baki fyrir Tyrki auk rúmlega 40 yngri landsleikja.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner