Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. júlí 2019 11:39
Ívan Guðjón Baldursson
Morata til Atletico Madrid (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid er búið að tilkynna að félagið hefur komist að samkomulagi við Chelsea um kaupin á spænska sóknarmanninum Alvaro Morata.

Morata er hjá Atletico á lánssamningi sem gildir út næsta tímabil en Chelsea hafði hótað því að endurkalla hann úr láninu ef Atletico myndi ekki ganga frá kaupum á honum.

Atletico fær Morata lánaðan út næsta tímabil eins og upprunalega samkomulagið gerði ráð fyrir. Þegar láninu lýkur þarf spænska félagið að kaupa Morata.

Kaupverðið er ekki gefið upp en það er talið nema um 60 milljónum punda með greiðslu fyrir lánssamninginn.

Morata er eflaust himinlifandi með þessar fregnir. Hann hefur nokkrum sinnum beðið Atletico um að ganga frá kaupum á sér í viðtölum.




Athugasemdir
banner
banner
banner