Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. júlí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ralf Fahrmann í Norwich (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Norwich var að fá þýska markvörðinn Ralf Fahrmann á láni frá Schalke út næstu leiktíð.

Fahrmann kemur með mikla reynslu til Norwich eftir að hafa leikið 196 leiki í þýsku úrvalsdeildinni og 40 leiki í Evrópukeppnum með Schalke.

Þessi þrítugi markvörður er þriðji leikmaðurinn sem Norwich fær í sumar. Áður hafði félagið fengið Patrick Roberts á láni frá Manchester City og sóknarmanninn Josip Drmic á frjálsri sölu.

Fahrmann mun veita Tim Krul samkeppni hjá Norwich á næstu leiktíð. Hann er sjöundi Þjóðverjinn í leikmannahópi Norwich.

Norwich leikur í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eftir að hafa komist upp úr Championship-deildinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner