Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. júlí 2019 11:22
Ívan Guðjón Baldursson
Theo Hernandez til AC Milan (Staðfest)
Theo í treyju Real Sociedad.
Theo í treyju Real Sociedad.
Mynd: Getty Images
AC Milan er búið að ganga frá kaupunum á Theo Hernandez, 21 árs vinstri bakverði sem gengur í raðir félagsins eftir tvö ár hjá Real Madrid.

Theo tókst ekki að vinna sér sæti í byrjunarliði Real og lék aðeins 23 leiki á tveimur árum.

Nú mun hann berjast við Ricardo Rodriguez um byrjunarliðssæti en Diego Laxalt, sem leikur yfirleitt á kantinum, er einnig hjá félaginu. Rodriguez hefur verið orðaður við brottför frá Milan.

Theo á 16 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka og lék hann 24 leiki að láni hjá Real Sociedad á nýliðnu tímabili.

Kaupverðið er óuppgefið en Milan er talið greiða 20 milljónir evra fyrir bakvörðinn efnilega.
Athugasemdir
banner
banner