fös 07. febrúar 2020 16:22
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Örvar aftur í KA (Staðfest)
Gunnar Örvar Stefánsson.
Gunnar Örvar Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn hávaxni Gunnar Örvar Stefánsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KA. Hann kemur til félagsins frá Magna Grenivík.

Gunnar verður 26 ára á árinu en hann hefur leikið með KA á undirbúningstímabilinu.

Gunnar gekk upp úr yngri flokkum KA á sínum tíma og lék alls 37 leiki fyrir meistaraflokk félagsins í deild og bikar á árunum 2012-2014 og gerði í þeim sex mörk.

Undanfarin ár hefur hann leikið með Þór og Magna þar sem hann lék 109 leiki og gerði þar 41 mark.

„Við bjóðum Gunnar velkominn aftur í KA og verður ákaflega gaman að fylgjast áfram með honum í gulu treyjunni en baráttan í Lengjubikarnum hefst 15. febrúar næstkomandi þegar KA tekur á móti Fylki," segir á heimasíðu KA.

KA var spáð 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar í ótímabæru spánni sem opinberuð var um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner