Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. maí 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
42 ára Formiga framlengir við PSG (Staðfest)
Formiga var í liði PSG sem sló Breiðablik úr leik í Meistaradeildinni.
Formiga var í liði PSG sem sló Breiðablik úr leik í Meistaradeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin brasilíska Formiga er meðal helstu goðsagna í heimi kvennaknattspyrnunnar.

Hún er 42 ára gömul og hefur verið á mála hjá Paris Saint-Germain síðustu þrjú ár. Samningur hennar við félagið átti að renna út í sumar en hún er búin að framlengja um eitt ár.

PSG er með eitt af bestu kvennaliðum heims og var þremur stigum á eftir Lyon í frönsku titilbaráttunni þegar kórónaveiran skall á. Lyon er almennt talið vera besta félagslið Evrópu, og heims, í kvennaflokki og hefur Sara Björk Gunnarsdóttir verið orðuð við félagið.

Formiga er eini leikmaðurinn til að hafa tekið þátt í öllum sex Ólympíuleikum sem hafa verið haldnir síðan kvennaknattspyrna bættist við árið 1996. Þá hefur hún tekið sjö sinnum þátt í HM kvenna, sem er met.

Formiga á 198 landsleiki að baki fyrir Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner