Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. júlí 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mónakó festir kaup á Gelson Martins frá Atletico (Staðfest)
Luciano Vietto fer til Sporting
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid er búið að selja portúgalska kantmanninn Gelson Martins og argentínska framherjann Luciano Vietto.

Martins gengur í raðir Mónakó þar sem hann lék að láni á nýliðnu tímabili. Franska félagið, sem rétt bjargaði sér frá falli, greiðir 22 milljónir evra fyrir hann.

Martins er 24 ára og á 21 A-landsleik að baki fyrir Portúgal. Hann gerði fjögur mörk í sextán deildarleikjum hjá Mónakó frá komu sinni í janúar.

Atletico gekk í gegnum mikið vesen til að veiða Martins frá Sporting CP í fyrra. Martins fann sig ekki hjá félaginu og var því seldur við fyrsta tækifæri.

Vietto er 25 ára sóknarmaður sem er seldur til Sporting CP fyrir 7,5 milljónir evra.

Vietto skoraði tvö mörk í fjórum leikjum fyrir U20 landslið Argentínu á sínum tíma og þótti mikið efni. Hann skoraði 12 mörk í 32 deildarleikjum hjá Villarreal og var keyptur til Atletico þar sem hann náði sér aldrei á strik.
Athugasemdir
banner
banner
banner