Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 07. júlí 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
PSG fær Sarabia og markvörð frá Chelsea (Staðfest)
Krychowiak til Lokomotiv Moskvu
Mynd: Getty Images
Frakklandsmeistarar PSg nýttu kaupákvæði í samningi Pablo Sarabia og er hann genginn í raðir félagsins fyrir 18 milljónir evra. Sarabia er fjölhæfur miðjumaður og kemur úr röðum Sevilla.

Hann er 27 ára gamall og hefur gert 43 mörk í 151 leik á þremur árum hjá Sevilla. Hann þótti mikið efni á sínum tíma og lék 63 leiki fyrir yngri landslið Spánar frá 2008 til 2014.

Sarabia skrifar undir fimm ára samning við PSG og mun berjast við menn á borð við Marco Verratti, Leandro Paredes og samlanda sinn Ander Herrera um byrjunarliðssæti.

Hann er þó ekki sá eini sem var að skrifa undir hjá PSG því pólski markvörðurinn Marcin Bulka er kominn á frjálsri sölu frá Chelsea. Bulka er 19 ára gamall og er hugsaður sem þriðji markvörður félagsins. Hann skrifar undir tveggja ára samning.

Alphonse Areola og Kevin Trapp eru markverðir PSG þessa stundina og mun Bulka berjast við Sébastien Cibois og Rémy Descamps um stöðu þriðja markvarðar.

„Ég er ánægður og stoltur af því að ganga til liðs við PSG í dag. Þetta er stórlið sem hefur verið þekkt fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri undanfarin ár. Ég mun leggja allt í sölurnar til að ryðja mér leið inn í liðið," sagði Bulka, sem verður tvítugur í október.

Bulka er talinn mikið efni en vildi ekki framlengja samning sinn við Chelsea.

Þá seldi PSG pólska miðjumanninn Grzegorz Krychowiak til Lokomotiv Moskvu í Rússlandi fyrir 12,5 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner