banner
   fös 08. maí 2020 18:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bergsveinn Ólafsson leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergsveinn með Íslandsmeistaratitilinn 2016 og með honum er Emil Pálsson.
Bergsveinn með Íslandsmeistaratitilinn 2016 og með honum er Emil Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Bergsveinn Ólafsson, leikmaður Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Bergsveinn, sem er 27 ára gamall, var með fyrirliðabandið hjá Fjölni.

Bergsveinn tilkynnir um þetta á samfélagsmiðlum og segir hann ástæðuna fyrir ákvörðuninni að ástríða hans fyrir fótbolta hafi minnkað en aukist á öðrum sviðum.

Bergsveinn var á sínum ferli varnarmaður sem lék 100 leiki í efstu deild á Íslandi og skoraði níu mörk. Sumarið 2016 varð hann Íslandsmeistari með FH en hann lék með Fimleikafélaginu í tvö ár á sínum ferli. Annars hefur Bergsveinn einungis leikið með Fjölni.

Færsla Bergsveins á Instagram:
„Ég hef ákveðið að hætta í fótbolta, sem hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu öll þessi ár. Ástæðan fyrir því er að ástríðan mín gagnvart fótboltanum hefur minnkað töluvert á meðan hún hefur aukist verulega í öðru sem ég hef verið að taka mér fyrir hendur í lífinu - í þjálfunarsálfræðinni, fyrirlestrum, námskeiðum og fleira."

„Það sem stendur upp úr ferlinum eru allar góðu minningarnar og vináttan sem myndaðist í kringum fótboltann. Ásamt því er ég virkilega þakklátur fyrir allan lærdóminn sem fótbolti kenndi mér. Sigrarnir, töpin, mistökin, árangurinn, erfiðu tímarnir og góðu tímarnir gerðu mig að mörgu leiti að þeim einstaklingi sem ég er orðinn í dag."

„Ég vil þakka öllum þeim sem hafa verið í kringum mig og stutt mig í gegnum súrt og sætt í fótboltanum öll þessi ár. Takk mamma og pabbi. Takk @fjolnir. Takk @fh. Takk fótbolti – þú hefur kennt mér svo margt en nú er komið að kveðjustund."

View this post on Instagram

Ég hef ákveðið að hætta í fótbolta, sem hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu öll þessi ár. Ástæðan fyrir því er að ástríðan mín gagnvart fótboltanum hefur minnkað töluvert á meðan hún hefur aukist verulega í öðru sem ég hef verið að taka mér fyrir hendur í lífinu - í þjálfunarsálfræðinni, fyrirlestrum, námskeiðum og fleira. Það sem stendur upp úr ferlinum eru allar góðu minningarnar og vináttan sem myndaðist í kringum fótboltann. Ásamt því er ég virkilega þakklátur fyrir allan lærdóminn sem fótbolti kenndi mér. Sigrarnir, töpin, mistökin, árangurinn, erfiðu tímarnir og góðu tímarnir gerðu mig að mörgu leiti að þeim einstaklingi sem ég er orðinn í dag. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa verið í kringum mig og stutt mig í gegnum súrt og sætt í fótboltanum öll þessi ár. Takk mamma og pabbi. Takk @fjolnir. Takk @fh. Takk fótbolti – þú hefur kennt mér svo margt en nú er komið að kveðjustund.

A post shared by B E G G I Ó L A F S (@beggiolafs) on



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner