Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. júlí 2019 11:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Bjarnason til Újpest (Staðfest)
Mynd: Ujpest
Kantmaðurinn knái Aron Bjarnason er genginn í raðir Újpest í Ungverjalandi. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Aron verður í treyju númer átta eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

„Újpest er stórt félag í Ungverjalandi með ríka sögu. Ég hlakka til að koma og sýna stuðningsmönnunum hvað ég get. Vonandi mun ég aðlagast fótboltanum fljótt og komast í byrjunarliðið. Ég er sóknarleikmaður þannig að ég mun gera mitt besta til að skora mörk," sagði Aron við heimasíðu félagsins.

Aron fer ekki til liðsins fyrr en 22. júlí, eftir Evrópuleiki hjá Breiðabliki gegn Vaduz frá Liechtenstein.

Újpest hafnaði í fimmta sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Félagið hefur alls 20 sinnum orðið ungverskur meistari.

Aron er 23 ára gamall og er á sínu þriðja tímabili með Breiðabliki. Hann er uppalinn Þróttari en hefur einnig leikið með Fram og ÍBV. Hann hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við hann í gær.
Aron Bjarna: Þetta er nokkuð stórt dæmi
Athugasemdir
banner
banner