Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. júlí 2019 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Breiðablik fær Isabellu á láni (Staðfest)
Isabella Eva Aradóttir er farinn í Breiðablik
Isabella Eva Aradóttir er farinn í Breiðablik
Mynd: Heimasíða Breiðabliks
Breiðablik og HK/Víkingur hafa skipst á leikmönnum fyrir átökin í síðari hluta tímabilsins en Isabella Eva Aradóttir er lánuð í Breiðablik út tímabilið á meðan Sólveig Jóhannes Larsen fer í hina áttina.

Isabella Eva er fædd árið 1999 og hefur spilað 58 leiki fyrir HK/Víking í deild og bikar og gert 6 mörk en hún á að baki 21 leik í efstu deild með liðinu.

Hún er á láni hjá Blikum út þetta tímabil. Þá er HK/Víkingur búið að fá leikmann frá Blikum í skiptum.

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen fer í hina áttina en hún er fædd árið 2000. Hún hefur leikið 38 leiki og skorað 3 mörk fyrir Blika en hún hefur komið við sögu í 7 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hún er lánuð út tímabilið og kemur til með að styrkja HK/Víking í fallbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner