Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. júlí 2019 19:23
Brynjar Ingi Erluson
Stefán Logi í Fylki (Staðfest)
Stefán Logi Magnússon er klár í slaginn
Stefán Logi Magnússon er klár í slaginn
Mynd: Twitter
Hrafnkell Helgi Helgason, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, staðfesti nú rétt í þessu á Twitter frétt Fótbolta.net frá því fyrr í dag en Stefán Logi Magnússon er mættur í rammann hjá liðinu.

Stefán Loga þarf varla að kynna fyrir landsmönnum en þessi 38 ára gamli markvörður lék lengst af með KR. Hann var síðast á mála hjá Selfossi en er nú mættur aftur í Pepsi Max-deildina.

Fótbolti.net greindi frá því fyrri í dag að Stefán Logi væri á leið til félagsins en Aron Snær Friðriksson verður frá næstu vikurnar og á Stefán að leysa hann af.

Hrafnkell Helgi Helgason, formaður Fylkis, staðfesti félagaskiptin á Twitter. Þar grínaðist hann með það að Stefán kæmi til með að spila vængbakvörð og er alveg óhætt að segja að það yrði í meira lagi áhugavert.

Stefán hefur verið á mála hjá erlendum liðum á borð við Öster, Lilleström, Bayern München, Bradford City og Ull/Kisa.

Fylkir er í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 15 stig.



Athugasemdir
banner
banner
banner