Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. júlí 2019 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tielemans aftur til Leicester (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Belgíski miðjumaðurinn Youri Tielemans er mættur aftur til Leicester frá Mónakó.

Hann var í láni hjá Leicester á seinni hluta síðustu leiktíðar og stóð sig mjög vel. Leicester kaupir hann núna og gerir hann fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið.

Talið er að Leicester, sem hafnaði í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, borgi 40 milljónir punda fyrir hann og það gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem kemur til Leicester í sumar. Félagið hefur nú þegar samið við Ayoze Perez og James Justin.

Tielemans, sem er 23 ára, á 23 landsleiki fyrir Belgíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner