Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 09. júlí 2019 14:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Edu tekinn til starfa hjá Arsenal (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur staðfest að fyrrum leikmaður liðsins, Edu, er kominn aftur til félagsins. Hann verður tæknilegur ráðgjafi (e. technical director) hjá Arsenal.

Hinn 41 árs gamli Edu var hjá Arsenal sem leikmaður frá 2001 til 2005 og vann ensku úrvalsdeildina tvisvar og FA-bikarinn tvisvar.

Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Arsenal í nokkurn tíma en er núna loksins mættur aftur.

Edu, sem hefur verið að vinna í kringum brasilíska landsliðið, spilaði undir stjórn Unai Emery, stjóra Arsenal, hjá Valencia.

Í hlutverki sínu sem tæknilegur ráðgjafi mun Edu vinna með þjálfurum aðalliðsins og akademíunnar ásamt því að koma að leikmannamálum félagsins.



Athugasemdir
banner
banner
banner