Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 09. júlí 2019 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jay Rodriguez heim til Burnley (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Jay Rodriguez er kominn aftur til Burnley. Hann kemur til félagsins frá West Brom fyrir 10 milljónir punda.

Hinn 29 ára gamli Rodriguez er uppalinn hjá Burnley. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Rodriguez yfirgaf Burnley 2012 til að ganga í raðir Southampton. Hann var hjá Southampton til 2017 og var hann þá keyptur til West Brom.

Á síðustu leiktíð skoraði hann 22 mörk í 45 leikjum í Championship-deildinni.

Þessi 29 ára gamli framherji er annar leikmaðurinn sem Burnley fær í sumar. Í gær keypti félagið bakvörðinn Erik Pieters frá Stoke.

Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley sem endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner