Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 09. júlí 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Milan kaupir Krunic frá Empoli (Staðfest)
Rade Krunic kemur frá Empoli
Rade Krunic kemur frá Empoli
Mynd: Getty Images
AC Milan hefur fest kaup á bosníska miðjumanninum Rade Krunic en hann kemur frá Empoli. Félagið staðfesti þetta í gær.

Milan keypti Theo Hernandez á dögunum frá Real Madrid og greiddi félagið 20 milljónir evra fyrir hann en nú virðist sem félagið ætli sér að styrkja sig enn frekar næstu daga.

Krunic er nú kominn frá Empoli en þessi 25 ára gamli miðjumaður gerði fimm ára samning í gær.

Kaupverðið er talið nema um 8 milljónum evra en sú upphæð gæti hækkað ef hann spilar ákveðið marga leiki fyrir Milan.

Krunic spilaði 33 leiki fyrir Empoli á síðustu leiktíð. Hann skoraði þá 5 mörk ásamt því að leggja upp 6 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner