Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. ágúst 2022 10:20
Elvar Geir Magnússon
Gummi Tóta til OFI Crete (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við OFI Crete á Krít í Grikklandi.

Guðmundur, sem er þrítugur, var síðast á mála hjá Álaborg í Danmörku en yfirgaf liðið í sumar þegar hann fékk ekki framlengingu á samningi sínum.

OFI Crete hafnaði í 8. sæti grísku deildarinnar á síðustu leiktíð.

Guðmundur er þrítugur Selfyssingur sem hefur á atvinnumannaferlinum leikið í Noregi, Danmörku, Svíþjóð Bandaríkjunum og nú Grikklandi.

Hann á tólf landsleiki að baki fyrir Ísland.


Athugasemdir
banner
banner
banner