Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 11. febrúar 2020 23:30
Aksentije Milisic
Szczesny gerir nýjan samning við Juventus (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny, sem ver mark Ítalíumeistara Juventus, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við liðið sem gildir til ársins 2024.

Szczesny gekk til liðs við Juventus árið 2017 eftir að hafa staðið sig vel á láni hjá Roma frá Arsenal. Hann hefur ná að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður liðsins en á þessu tímabili er Gianluigi Buffon varamarkvörður Juventus á eftir Szczesny.

Eins og stendur eru Szcesny og félagar í Juventus í hörku baráttu um titilinn á Ítalíu en þeir eru jafnir Inter að stigum á toppi deildarinnar og svo er Lazio aðeins einu stigi á eftir. Þá er liðið einnig ennþá í bikarnum og komið í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og því eru áhugaverðir mánuðir framundan.

Szczesny spilaði 132 fyrir Arsenal á átta árum en þá hefur hann farið á lán til Brentford og Roma á ferli sínum.


Athugasemdir
banner
banner