Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 11. maí 2020 12:01
Elvar Geir Magnússon
Eigendur Man City búnir að kaupa félag Kolbeins (Staðfest)
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinir moldríku eigendur Manchester City hafa keypt belgíska B-deildarfélagið Lommel en Kolbeinn Þórðarson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, leikur með Lommel.

Lommel átti í fjárhagserfiðleikum en með kaupunum eru skuldir félagsins hreinsaðir. Félagið verður væntanlega notað sem uppeldisfélag til að þróa unga leikmenn.

Lommel er níunda félagið sem City Football Group (CFG) eignast. Manchester City er aðalfélagið í fjölskyldunni sem samanstendur einnig af New York City í Bandaríkjunum, Melbourne City í Ástralíu, Yokohama F. Marinos í Japan, Montevideo City Torque í Úrúgvæ, Girona á Spáni, Sichuan Jiuniu í Kína og Mumbai City í Indlandi.

Kolbeinn er tvítugur miðjumaður. Lommel keypti hann í sínar raðir frá Breiðabliki í fyrra en Stefán Gíslason var þá þjálfari liðsins. Stefán var rekinn í október.

Félagið leikur heimaleiki sína á Soeverein leikvangnum í Limburg héraði.
Athugasemdir
banner
banner
banner