Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 11. maí 2020 14:12
Elvar Geir Magnússon
Hörður Árna hættur við að hætta - Verður með HK (Staðfest)
Hörður Árnason verður með HK í sumar.
Hörður Árnason verður með HK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Hörður Árnason hefur ákveðið að taka slaginn með HK-ingum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hörður er vinstri bakvörður og verður 31 árs síðar í þessum mánuði.

Hann tilkynnti eftir síðasta tímabil að skórnir væru komnir á hilluna og þá tilkynnt að hann ætti erfitt með að sinna vinnu sinni sem flugumferðarstjóri með boltanum. Nú hafa aðstæður hinsvegar breyst.

Hörður hefur samtals spilað 169 leiki í efstu deild á ferlinum og skorað eitt mark.

HK, sem hafnaði í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, hefur ekkert styrkt sig fyrir komandi tímabili en leikmenn hafa horfið á braut. Brynjar Björn Gunnarsson talaði um það á dögunum að liðið þyrfti að auka breiddina í varnarlínunni. Það er því mikið gleðiefni fyrir HK-inga að endurheimta Hörð.

Tilkynning HK:
Hörður Árnason leikur með HK í sumar!

HK-ingurinn reynslumikli semur við HK út leiktíðina 2020.
Hörður hefur meðal annars leikið 169 leiki í efstu deild, 10 evrópuleiki og 1 landsleik.

Hörður var í lykilhlutverki í sterkri vörn HK á síðustu leiktíð.
Við bjóðum Hörð velkominn til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner