mán 17. janúar 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Víkingur Ó. fær leikmann sem var í akademíu Chelsea (Staðfest)
Reece Mitchell skrifar undir.
Reece Mitchell skrifar undir.
Mynd: Víkingur Ó.
Víkingur Ólafsvík hefur samið við enska kantmanninn Reece Mitchell um að leika með liðinu í 2. deild í sumar.

Ólafsvíkurliðið féll úr Lengjudeildinni í fyrra en Guðjón Þórðarson heldur áfram um stjórnartaumana og fær það verkefni að stýra liðinu aftur upp í B-deildina.

Reece er 26 ára og samkvæmt tilkynningu Ólafsvíkurliðsins þykir hann mjög hraður og áræðinn.

Hann er uppalinn í akademíu Chelsea á Englandi og hefur spilað þónokkuð í neðri deildum Englands, þar á meðal í þriðju efstu deild. Seinast lék hann í Belgíu.

„Reece var hér á landinu um helgina og er væntanlegur aftur til landsins í febrúar. Við bjóðum Reece velkominn til Ólafsvíkur," segir í tilkynningu.


Athugasemdir
banner
banner
banner