Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. júní 2019 21:29
Arnar Helgi Magnússon
Kristófer Ingi í næstefstu deild í Frakklandi (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Ingi Kristinsson hefur gengið til liðs við franska félagið Grenoble Foot 38. Hann kemur til liðsins frá Willem II í Hollandi.

Kristófer lék ellefu leiki og skoraði eitt mark fyrir Willem II í hollensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en í byrjun apríl tilkynnti félagið að hann myndi leika með varaliðinu út tímabilið.

Samningur hans við Willem II rennur út þann 1. júlí og fundaði hann til að mynda með Esjberg.

Kristófer Ingi Kristinsson er uppalinn í Garðabæ og lék með yngri flokkum Stjörnunnar. Hann á að baki sex leiki með u-21 árs landsliði Íslands.

Grenoble Foot endaði í 9. sæti frönsku 2. deildarinnar á tímabilinu sem að kláraðist nú í maí.


Athugasemdir
banner
banner
banner