Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram fær Aron Kára að láni frá Blikum (Staðfest)
Mynd: Fram
Aron Kári Aðaslsteinsson er genginn í raðir Fram að láni frá Breiðabliki. Aron hefur spilað 16 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Aron Kári er fæddur árið 1999 og er orðinn 21 árs gamall. Hann er miðvörður sem einnig getur leyst stöðu djúps miðjumanns. Hann kemur því með aukna breidd í varnarleik Framara.

Aron var á síðustu leiktíð lánaður í HK og seinni hluta sumarsins 2018 lék hann með Keflavík. Fyrri hluta sumarsins það ár lék hann með ÍR.

Hann hefur alls komið við sögu í ellefu leikjum í efstu deild og fjórum leikjum í næstefstu deild.

Breytingar á leikmannahópi Fram; Komnir:
Albert Hafsteinsson frá ÍA
Alexander Már Þorláksson frá KF
Arnór Siggeirsson frá KV (var á láni)
Aron Kári Aðalsteinsson frá Breiðabliki (lán)
Ólafur Íshólm Ólafsson frá Breiðabliki
Tumi Guðjónsson frá Vængjum Júpiters
Þórir Guðjónsson frá Breiðabliki

Farnir:
Helgi Guðjónsson í Víking R.
Hlynur Örn Hlöðversson*
Marcao*
Stefán Ragnar Guðlaugsson*
Tiago Fernandes

*Ekki kominn í nýtt félag eftir því sem Fótbolti.net kemst næst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner