þri 19. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vængir fá til sín þrjá leikmenn (Staðfest)
Sindri Þór Sigþórsson.
Sindri Þór Sigþórsson.
Mynd: Hulda Margrét
Vængir Júpiters halda áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil og hafa fengið til sín þá Sindra Þór Sigþórsson, Magnús Óliver Axelsson og Andra Sævarsson til liðs við félagið.

Markvörðurinn Sindri kemur frá Elliða, Magnús kemur frá Kórdrengjum og Andri kemur frá Þrótti Reykjavík.

Sindri spilaði með Haukum í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð. Hann er fæddur árið 1999. Magnús Óliver spilaði sextán leiki með KH í 3. deildinni í fyrra og skoraði þrjú mörk.

„Vængir Júpiters eru með stór markmið í sumar og erum við hæst ánægðir með að fá þessa leikmenn til okkar til þess að hjálpa okkur að ná þeim," segir í yfirlýsingu frá félaginu.

Vængir leika í 3. deildinni á komandi leiktíð.

Sjá einnig:
Vængir Júpíters fá Anton Frey frá Fjölni (Staðfest) (Ásamt sjö öðrum)
Búi tekur við Vængjum Júpíters (Staðfest) (16. des '19)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner