Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. september 2020 09:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Traore til Aston Villa (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Aston Villa gekk í morgun frá kaupunum á framherjanum Bertrand Traore frá Lyon. Traore skrifar undir fjögurra ára samning við Villa og kostar hann 17 milljónir punda og getur alls hækkað upp í 19 milljónir punda.

Dean Smith, stjóri Villa, hefur sagt frá því að framherjinn Wesley muni mögulega ekki snúa til baka eftir hnémeiðsli fyrr en á nýju ári svo ljóst er að Traore er kærkominn styrking fram á við.

Traore er 25 ára gamall og mun berjast við Ollie Watkins um mínútur í sóknarlínu Villa. Traore hefur áður verið á mála hjá ensku félagi en hann var samningsbundinn Chelsea á árunum 2014-2017 og spilaði hann tíu deildarleiki fyrri Lundúnafélagið.

Traore er landsliðsmaður Burkina Faso.


Athugasemdir
banner
banner
banner