Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 20. janúar 2023 22:33
Brynjar Ingi Erluson
Bjarki Steinn lánaður til Foggia (Staðfest)
Bjarki Steinn Bjarkason
Bjarki Steinn Bjarkason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mosfellingurinn, Bjarki Steinn Bjarkason, skrifaði í dag undir lánssamning við Foggia í ítölsku C-deildinni en hann kemur til félagsins frá Venezia.

Bjarki Steinn hefur aðeins spilað einn bikarleik á þessu tímabili með Venezia og var því frjálst að finna sér nýtt félag í leit að meiri spiltíma.

Hann er uppalinn í Aftureldingu en fór til ÍA árið 2018 áður en hann var seldur tveimur árum síðar til Venezia.

Bjarki var á láni hjá ítalska C-deildarliðinu Catanzaro á síðustu leiktíð en var ekki í stóru hlutverki.

Þessi fjölhæfi leikmaður fær að spreyta sig aftur í C-deildinni en hann skrifaði í dag undir lánssamning við sögufrægt lið Foggia.

Foggia spilaði síðast í efstu deild árið 1995 undir stjórn Zdenek Zeman,

Roberto Boscaglia stýrir liðinu í dag en hann þjálfaði áður Brescia og Palermo. Foggia er í 9. sæti í C-riðli C-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner