Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. janúar 2023 16:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR kaupir Luke Rae (Staðfest)
Átti mjög gott tímabil í fyrra.
Átti mjög gott tímabil í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KR hefur krækt í Luke Rae frá grönnum sínum í Gróttu, þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag. KR kaupir Luke sem hefur skrifað undir þriggja ára samning í Vesturbænum.

Luke er 22 ára sóknarmaður sem hefur spilað á Íslandi síðastliðin þrjú ár. Hann kom fyrst á Sauðárkrók árið 2020, lék með Vestra tímabilið 2021 og í fyrra mð Gróttu.

Luke skoraði níu mörk og lagði upp fimmtán í 23 leikjum með Gróttu á síðasta tímabili.

„Luke er spennandi leikmaður sem við höfum fylgst með í langan tíma. Hann er hraður sóknarmaður sem gefur okkur fleiri möguleika fram á við. Við berum miklar væntingar til hans í sumar," sagði þjálfarinn Rúnar Kristinsson.

„Englendingurinn ungi gekk til liðs við Gróttu frá Vestra í árslok 2021 og náði að festa rætur kyrfilega í Seltjarnarnesi á tíma sínum hér. Auk þess að vera lykilmaður innan vallar var Luke ekki síðri utan vallar, en hann er mikil fyrirmynd og sómadrengur. Luke kom að þjálfun fjögurra flokka meðfram því að spila með meistaraflokki."

„Félagaskipti Luke falla vel að stefnu Gróttu, þar sem ungir og efnilegir leikmenn fá tækifæri til að vaxa og dafna í afreksumhverfi,"
segir í tilkynningu Gróttu.

Luke er fyrsti leikmaðurinn sem KR fær í sínar raðir frá því síðasta tímabili lauk.

Sjá einnig:
Keyrði Luke alltaf heim og fékk í staðinn fullt af stoðsendingum
Fékk oft neitanir vegna hæðarinnar (2020)

Komnir
Luke Rae frá Gróttu

Farnir
Arnór Sveinn Aðalsteinsson í Breiðablik
Beitir Ólafsson hættur
Emil Ásmundsson í Fylki
Kjartan Henry Finnbogason í FH
Pálmi Rafn Pálmason hættur
Þorsteinn Már Ragnarsson hættur
Athugasemdir
banner
banner