mán 20. júlí 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cowley hélt Huddersfield uppi en er samt látinn fara (Staðfest)
Rekinn.
Rekinn.
Mynd: Getty Images
Heimur knattspyrnustjórans getur verið grimmur.

Huddersfield hefur rekið knattspyrnustjórann Danny Cowley úr starfi þrátt fyrir að hann hafi haldið liðinu upp í Championship-deildinni. Tilkynning kom tveimur dögum eftir að Huddersfield hafði lagt West Brom, liðið í öðru sæti, að velli.

Cowley talaði um það eftir leikinn gegn West Brom hversu stoltur hann væri af liðinu og að þetta, að halda Huddersfield uppi, væri það erfiðasta sem hann hefði gert á ferlinum.

Cowley tók við Huddersfield af Jan Siewert í september eftir að félagið, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, hafði aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum.

Í tilkynningu frá Huddersfield segir að Cowley og félagið hafi haft mismunandi skoðanir á framtíðarplönum.

Það er ekkert umsóknarferli í gangi og má því gera ráð fyrir því að Huddersfield sé nú þegar búið að finna næsta knattspyrnustjóra sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner