Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa sendir miðjumann til Benfica (Staðfest)
Barrenechea er samningsbundinn Aston Villa til 2029 en verður líklegast seldur til Benfica á næstu leiktíð.
Barrenechea er samningsbundinn Aston Villa til 2029 en verður líklegast seldur til Benfica á næstu leiktíð.
Mynd: Aston Villa
Portúgalska stórveldið Benfica er búið að staðfesta komu Enzo Barrenechea til sín á lánssamningi frá Aston Villa sem gildir út keppnistímabilið.

Barrenechea er 24 ára varnarsinnaður miðjumaður frá Argentínu sem gerði flotta hluti á láni hjá Valencia á síðustu leiktíð. Hann var búinn að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu og orðinn afar mikilvægur hlekkur undir stjórn Carlos Corberán, en spænska félagið gat ekki leyft sér að festa kaup á leikmanninum.

Benfica greiðir 3 milljónir evra fyrir lánssamninginn og getur svo gengið frá kaupum á miðjumanninum fyrir 12 milljónir til viðbótar. Sá kaupmöguleiki verður að kaupskyldu ef ákveðnum skilyrðum verður mætt.

Barrenechea var keyptur til Aston Villa í fyrrasumar sem hluti af kaupverðinu fyrir brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz. Hann var aldrei partur af áformum Unai Emery, ekki frekar en Samuel Iling-Junior sem var lánaður til Bologna og Middlesbrough á síðustu leiktíð.

Iling-Junior kom einnig til Villa sem hluti af kaupverðinu fyrir Douglas Luiz síðasta sumar.


Athugasemdir