Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Grótta lánar Hallgerði í Fylki (Staðfest)
Kvenaboltinn
Hallgerður er farin til Fylkis
Hallgerður er farin til Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hallgerður Kristjánsdóttir spilar með Fylki út tímabilið en hún kemur á láni frá Gróttu.

Hallgerður er 24 ára gömul og er uppalin í Val en spilaði sína fyrstu keppnisleiki með Tindastól í Lengjudeildinni árið 2020.

Hún lék 18 leiki á tveimur tímabilum sínum þar áður en hún hélt í Gróttu þar sem hún hefur spilað 45 leiki og skorað tvö mörk.

Varnarmaðurinn er nú gengin í raðir Fylkis, sem spilar einnig í Lengjudeildinni, en hún verður á láni út tímabilið.

Fylkir er í næst neðsta sæti deildarinnar með 6 stig, aðeins þremur stigum frá botninum.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 11 9 1 1 46 - 7 +39 28
2.    HK 11 7 1 3 23 - 15 +8 22
3.    Grindavík/Njarðvík 11 6 2 3 19 - 15 +4 20
4.    KR 10 6 1 3 25 - 23 +2 19
5.    Grótta 10 6 0 4 24 - 19 +5 18
6.    Keflavík 10 3 3 4 16 - 15 +1 12
7.    ÍA 10 3 3 4 14 - 18 -4 12
8.    Haukar 10 3 1 6 12 - 24 -12 10
9.    Fylkir 11 2 0 9 14 - 30 -16 6
10.    Afturelding 10 1 0 9 4 - 31 -27 3
Athugasemdir
banner